SSF I 01 tbl. I 23 árg. I 2019

9 A llsherjarnefnd 2 fjallaði um heilbrigðis - og velferðarmál . Nefndin samþykkti að beina því til fjármálafyrirtækja að efla forvarnarstarf til muna til að koma í veg fyrir kulnun í starfi og kvíða. Þá beindi nefndin því til stjórnvalda að tryggja öllum landsmönnum aðgengi að sérhæfðri heilbrigð- isþjónustu m.a. með verulega aukinni greiðsluþátt- töku sjúkratrygginga vegna ferða, dvalarkostnaðar og vinnutaps. Dregið verði úr kostnaðarþátttöku sjúklinga án tillits til um hvers konar veikindi er að ræða, þannig að tryggt sé að enginn þurfi að neita sér um nauðsynlega aðstoð. Jafnframt beindi nefndin því til stjórnvalda að gera stórátak í að eyða biðlistum í heilbrigðiskerfinu. A llsherjarnefnd 3 beindi því m . a . til aðildarfélaga SSF að lausráðningar vegna tímabundinna verkefna séu aldrei skemmri en 3 mánuðir í senn . Þingið samþykkti jafnframt tillögu nefndarinnar um að beina því til stjórnvalda að huga betur að þeim sem hafa verið lengi á vinnumarkaði og vilja mennta/endurmennta sig. Tekjutenging námslána gerir það að verkum að þeir sem eru að koma úr fullri vinnu veigra sér frekar við að sækja sér menntun vegna afborgana námslána. Einnig var samþykkt að skora á aðildarfélög SSF að efla sérhæfða kennslu innan fyrirtækisins og hvetja félagsmenn sína til að sækja þau námskeið. S amþykkt var á þinginu tillaga fræðslunefndar um átaksverkefni í menntunarmálum félagsmanna . Átakið miðar að því að hækka hlutfall endur- greiddra námsgjalda úr 50% í 80% og hámarkfjárhæð sem greidd er á önn hækkar úr 150.000 kr. í 175.000 kr. Nánar er fjallað um átaksverkefnið á bls. 11 í blaðinu. Í ályktunum fræðslunefndar var áhersla lögð á trúnaðarmenn, efla hlutverk þeirra og kynningarstarf. Þá var því beint til aðildar- félaga SSF að stjórnarmenn félaganna séu jafnframt skilgreindir sem trúnaðarmenn á sínum vinnustað. 47. ÞING SSF - ALLSHERJARNEFND HEILBRIGÐISMÁL OG VELFERÐ BORGARANNA Allsherjarnefnd – Heilbrigðismál og velferð borgaranna 47. ÞING SSF - ALLSHERJARNEFND UNGT FÓLK Á VINNUMARKAÐI – TÆKNIBREYTINGAR 47. ÞING SSF – FRÆÐSLUNEFND Allsherjarnefnd SSF – Ungt fólk á vinnumarkaði og tæknibreytingar Fræðslunefnd SSF

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==