SSF I 01 tbl. I 23 árg. I 2019

6 47. þing SSF fór fram dagana 21. – 22. mars síðastliðinn á S elfossi . Kjaraviðræður settu mark sitt á þingið þar sem kröfugerð samtakanna var endanlega mörkuð en fram að þingi höfðu formenn aðildarfélaga og trúnaðarmenn lagt línurnar. Við upphaf þings flutti Friðbert Traustason, formaður SSF, formannsræðu undir liðnum skýrsla stjórnar. Í ræðu sinni fór Friðbert yfir hræringar undanfar- inna ára á fjármálamark- aði og sagði þeim eflaust hvergi nærri lokið. Félags- mönnum hafði fækkað um 200 frá því á síðasta þingi árið 2016, þá voru þeir um 4000 en eru í dag 3800. Sagði hann fækkunina vera mest í stóru bönk- unum þremur, „útibúum fækkar enn og varla líður sá mánuður að ekki séu tilkynntar uppsagnir eða starfslokasamningar gerðir við félagsmenn SSF. Enginn veit hvernig þessi þróun verður en líklega getum við enn búið okkur undir frekari fækkun starfa í fjármálafyrirtækjum.“ Friðbert sagði marga kalla eftir sameiningu ríkisbankanna ekki síst fjölmiðlar, stjórnmálamenn ýmsir og „virkir í athugasemdum“ en taldi það ólíklegt þar sem hlutdeild sameinaðs banka yrði um 70% á bankamarkaði. „Slík sameining var fyrir- huguð árið 2000 en þáverandi Samkeppnis- ráð hafnaði þeirri sameiningu algjörlega þar sem einn stór banki væri þá með um og yfir 60% af öllum bankamarkaði. Það þótti ekki samræmast samkeppnissjónarmiðum fyrir 19 árum síðan og sömu lögmál samkeppni gildi örugglega einnig í dag.“ Í ræðu sinni kom Frið- bert jafnframt inn á stöð- una á vinnumarkaðnum, undirbúning kjarasamn- ingsviðræðna SSF og SA, launaþróun félagsmanna SSF á árunum 2015 – 2018 og kaupmáttaraukningu, jafnréttis- mál og fjórðu iðnbyltinguna. 47. ÞING SSF Nálgast má allar samþykktir, ályktanir og fundargögn 47. þings SSF á heimasíðu SSF undir liðnum „Um SSF“.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==