SSF I 01 tbl. I 23 árg. I 2019

5 Samningnefnd SSF og SA undirrita kjarasamning. umsömdum fastlaunum og fylgja í engu ákvæðum launatöflu, m.a. starfsaldursálagi. Meðallaun félagsmanna eru jafnframt þó nokkuð hærri en efsti flokkur í launatöflu SSF sýnir og því réttast að fella launatöfluna á brott á samningstímanum. 2021 Hækkanir árið 2021 taka gildi í upphafi árs (1. janúar). Þá fá allir sem hafa laun kr. 545.999 og lægri, innan sem utan töflu, kr. 24.000 hækkun mánaðarlauna og starfsmenn með laun hærri en kr. 546.000 fá kr. 15.750 hækkun mánaðarlauna. Desemberuppbótin hækkar í 96.000 kr. og orlofsuppbótin í 52.000 kr. Þá verður áfram unnið að því að fella launatöfluna á brott með því að festa lámarkslaun ákveðinna starfsheita við krónutölur. 2022 Hækkanir árið 2022 koma einnig til í upphafi árs. Allir sem hafa laun kr. 569.999 og lægri, innan sem utan töflu, kr. 25.000 hækkun mánaðarlauna og starfsmenn með laun hærri en kr. 570.000 fá kr. 17.250 hækkun mánaðarlauna. Desemberuppbótin hækkar í 98.000 kr. og orlofsuppbótin í 53.000 kr. Áfram verður unnið að því að fella launatöfluna út með því að festa lámarkslaun ákveðinna starfsheita við krónutölur. L aunahækkanir - H agvaxtarauki Á árunum 2020 - 2023 komi til framkvæmda launahækkun að gef- inni ákveðinni þróun hagvaxtar á hvern íbúa. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri sem fá hækkunina að fullu, sama krónutöluviðmið og í almennum launahækkunum. Aðrir fá 75% af launaaukanum. Hagvaxtartengdar launahækkanir koma til áhrifa 1. maí árin 2020, 2021, 2022 og 2023 og byggjast á hagvaxtartölum ársins á undan, reiknuðum af Hagstofu Íslands. V innutímastytting Frá 1. janúar 2020 kemur til framkvæmda vinnutímastytting, sem styttir vinnutíma starfsmanna um 45 mínútur á viku með því mark- miði að ná fram gagnkvæmum ávinningi og bæta nýtingu vinnutíma þar sem því verður við komið. Verði ekki samið um aðra útfærslu á vinnustað eða við starfsmann verður vikuleg vinnutímastytting framkvæmd sem hálfur vinnudagur mánaðalega á tímabilinu 1. september til 31. maí (m.v. starfsmann í fullu starfi sem hefur jafna vinnuskyldu alla virka daga). Meginreglan við útfærslu vinnutímastyttingar tryggir öllum samtals 9 hálfa vinnudaga í frí, sem hver og einn starfsmaður getur ráðstafað í samvinnu við yfirmann sinn, mánaðarlega á tímabilinu september til og með maí. Ef starfsmenn velja að nota vinnutíma- styttingu á annan veg er möguleiki á annarri útfærslu með samningi þeirra við yfirmann á vinnustað. F astlaunasamningar Ákvæði kjarasamningsins gerir ráð fyrir að starfsmaður og fyrir- tækið semji um vinnuframlag að baki fastlaunasamningi strax við ráðningu til starfa, eða í sérstökum viðauka við ráðningarsamning. Verði verulegt vinnuálag umfram þennan samning getur starfsmaður óskað eftir að kjör fyrir það tímabil verði skoðuð. V eikindi barna Í kjarasamningnum er skerpt á ákvæðum varðandi veikindi barna og jafnframt bætt við ákvæði varðandi börn frá 13 ára til 16 ára aldurs. Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. Ný málsgrein bætist svo við kaflann um veikindi barna og tekur á réttindum foreldra og forráðamanna barna fram að 16 ára aldri. S amningsforsendur Kjarasamningurinn byggir á sömu samningsforsendum og almennir kjarasamningar dagsettir 3. apríl 2019. Verði gerðar breytingar á samningsákvæðum almennra kjarasamninga eða samningstíma á grundvelli ákvæða um hagvaxtarauka og kauptaxtaauka eða forsendu- ákvæða framangreindra kjarasamninga skal sambærileg breyting gilda um samning SSF og SA.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==