SSF I 01 tbl. I 23 árg. I 2019

4 47. þing SSF var haldið í dagana 21. – 22. mars á S el - fossi . Þingið sóttu um 80 þingfulltrúar, starfsmenn og gestir. Þingið hefur æðsta vald í öllummálefnum SSF, kýs stjórn, ákveður fjárhagsáætlun, setur fram stefnumótun og leggur áherslur fyrir komandi kjaraviðræður og kjara- samninga. Mikilvægustu málefni á þessu þingi voru tengd yfir- standandi kjaraviðræður milli SSF og SA (fyrir hönd fjármálafyrirtækjanna). Þegar að þinginu kom höfðu samningar verið lausir í tæplega þrjá mánuði og ljóst að staðan á vinnumarkaði væri snúin. Samtök fyrirtækja, ríkisvaldið, fræðasetur háskólanna, ferðaþjón- ustan og bankarnir höfðu eindregið hvatt samningsaðila til að semja um kaup og kjör á hófsömum nótum. Á móti hófsömum kjarasamningum voru gefin út ýmis loforð af hendi ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja á almennum markaði um hófsemi í hækkun gjaldskrár og verðlags almennt, og tilraun til að lækka vexti af neyslulánum á samningstímanum. Í byrjun apríl 2019 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu í 36 tölusettum liðum með þessum markmiðum, en þar voru einnig loforð um aukið fé í félagslegt húsnæði, hækkun vaxta- og barnabóta, bætt heilbrigðiskerfi og skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki. Á þingi SSF var samþykkt að fylgja þessum megináherslum í kjaraviðræðum SSF og SA. Áherslan var sett á að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin umfram hækkanir þeirra sem skárri kjörin hafa, semja um frítöku að vetri, setja leiðbeiningar varðandi fastlaunasamninga og stefna að fækkun vinnustunda á árs- grundvelli. Einnig var áhersla á að hækka lágmarkslauna- viðmið ákveðinna starfsheita og bæta stöðu Styrktarsjóðs með framlögum atvinnurekenda þannig að hann nái að standa við gefin fyrirheit um sjúkradagpeninga og styrki. Kjarasamningurinn skilar félagsmönnum með kr. 500.000/mánuði a.m.k. 18% launahækkun á samn- ingstímanum, lægri launum - meiri hækkun og hærri launum - minni hækkun þar sem nú er samið í krónutölum. 9 hálfir frítökudagar að vetri eru einnig ígildi launahækkana fyrir virkan vinnutíma, en þarna koma inn ákvæði sem félagsmenn SSF hafa mjög kallað eftir. Í kjarasamningnum eru einnig „rauð strik“ sem byggja á hugsanlegum hagvexti á tímabilinu og einnig almennu launaskriði. Mikilvægustu strikin eru þó tengd loforðum sem ríkið, sveitarfélög og atvinnurekendur lang flestir gáfu við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Loforðin um að bæta alla félagslega þjónustu og uppbyggingu, heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og skólakerfið, ásamt því að halda gjaldskrám og vöxtum af neytendalánum eins lágum og unnt er. Ef þessi loforð bresta í verulegum mæli á samningstímanum þá er hægt að segja þessum langa kjarasamningi upp, en það væri hagkvæmast fyrir alla að samningarnir haldi. Gleðilegt sumar, Friðbert Traustason. ÞING SSF OG KJARA- SAMNINGAR 2019 KJARASAMNINGUR SSF OG SA SAMÞYKKTUR K jarasamningur SSF og SA sem gildir frá 1.4.2019 til 1.11.2022 hefur verið samþykktur . Kosningaþátttaka í atkvæðagreiðslunni um nýjan kjarasamning var 61,69%, af þeim sögðu 64,9% JÁ, 32,1% sögðu NEI og 3% tóku ekki afstöðu í kosningunni. Kosningaþátt- takan var nokkuð minni en búast mátti við með tilliti til þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum á vegum SSF hingað til, en eflaust hefur það sitt að segja að sumarleyfi félagsmanna eru hafin. Megin áherslur SSF fyrir kjarasamninga 2019 voru lagðar á þingi SSF í mars síðastliðnum. Fulltrúar á þinginu samþykktu að leggja áherslu á hækkun lægri launa, styttri vinnuskyldu meðal annars með mögulegri frítöku að vetri, ákvæði um fastlaunasamninga, stöðugleika og bætta velferð. L aunahækkanir - K rónutöluhækkanir Launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á mánaðarlaun. Með mánaðarlaunum er átt við föst umsamin mánað- arlaun. Á samningstímanum verða launahækkanir með eftirfarandi hætti m.v. fullt starf. 2019 Allir hækka um kr. 17.000 á mánuði, innan sem utan launatöflu. Krónutöluhækkunin verður framkvæmd þann 1.7.2019 ásamt uppgjöri sem tekur til hækkana frá og með 1.4.2019. Eingreiðsla að upphæð 26.000 kr. verður einnig greidd út þann 1.7.2019. Þá mun desemberuppbótin hækka úr 89.000 kr. frá fyrri samningi í 92.000 kr. á fyrsta ári samningsins. Jafnframt mun orlofsuppbótin hækka úr 48.000 kr. í 50.000 á fyrsta ári samningsins. 2020 Hækkanir samkvæmt kjarasamningnum árið 2020 munu taka gildi frá 1. apríl. Þá fá allir sem hafa laun kr. 521.999 og lægri, innan sem utan töflu, kr. 24.000 hækkun mánaðarlauna. Starfsmenn með laun hærri en kr. 522.000 fá kr. 18.000 hækkun mánaðarlauna. Desemberuppbótin hækkar í kr. 94.000 og orlofsuppbót í kr. 51.000. Samhliða hækkununum verða breytingar á launatöflunni sem er fyrsti liðurinn í því að fella hana út. Launataflan verður felld út á samningstímanum í skrefum og lágmarkslaun fest við krónutölur frá árinu 2021. Flestir félagsmenn SSF eru nú ráðnir til starfa á

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==