Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

18 4 ORLOF 4.1 Lengd orlofs 4.1.1 Lágmarksorlof skal vera 24 vinnudagar. Starfsmaður, sem hefur unnið hluta af fullu starfi eða hluta úr ári, skal fá orlof í tvo vinnudaga fyrir hvern unninn mánuð. Þeir sem starfað hafa í 5 ár fá leyfi í 27 daga og þeir sem hafa starfað í 10 ár fá 30 daga. Starfsmaður sem öðlast hefur lengri orlofsrétt hjá öðrum vinnuveitanda en fjármálafyrirtæki fær hann að nýju eftir þriggja ára starf. Þeir starfsmenn sem njóta betri réttar halda óskertu orlofi. 4.2 Orlofsfé 6 4.2.1 Starfsmaður skal fá 10,17% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur skv. samn- ingi þessum. Við 5 ára starfsaldur skal hann fá 11,59%. Við 10 ára starfsaldur skal hann fá 13,04%. 4.3 Orlofsár 4.3.1 Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. 4.4 Orlofstími 4.4.1 Orlofstími er að jafnaði frá 15. maí til 30. september. 4.4.2 Starfsmenn, sem nota orlofstíma sinn eða hluta af honum á tímabilinu frá 1. október til 14. maí, fá hann lengdan um 1/4 hluta. 4.5 Ákvörðun orlofs 4.5.1 Yfirmaður ákveður í samráði við starfsmenn hvenær orlof skuli tekið. Hugað sé að orlofstöku fyrir upphaf orlofsárs og unnið tímanlega að skipulagningu hennar. Hann skal taka tillit til óska starfsmanna um hvenær orlof skuli tekið, að svo miklu leyti sem unnt er vegna starfseminnar. Yfirmaður skal að lokinni könnun á vilja starfsmanna tilkynna svo fljótt sem unnt er og í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs hvenær orlof skuli hefjast, nema sérstakar ástæður hamli. Störf þeirra sem njóta leyfis inna aðrir starfsmenn af hendi. 4.5.2 Þegar starfsmaður í vaktavinnu fer í orlof skal hann fá óyggjandi upplýsingar um hvenær hann skuli mæta á vakt að orlofi loknu og skal þá að jafnaði miða við að varðskrá haldist óbreytt. 4.6 Veikindi í orlofi 4.6.1 Veikist starfsmaður í orlofi telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmaður veikindi sín með læknisvottorði. 6 Ákvæði um orlofsframlag féll niður frá 1. febrúar 2012 og var fellt inn í launatöflu frá þeim tíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==