Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

19 4.7 Frestun orlofs 4.7.1 Orlof má aðeins geyma milli ára með sérstöku samkomulagi við starfsmanna- stjóra, enda sé þá geymt orlof almennt ekki tekið á tímabilinu desember-janúar. Starfsmenn taki þó orlof árlega eins og tilskilið er og geymdu orlofi fyrra árs lokið hvert sinn. 4.7.2 Nú tekur starfsmaður ekki orlof eða hluta af orlofi samkvæmt beiðni yfirmanns síns og geymist þá orlofið til næsta árs skv. grein 4.7.1. Starfsmönnum er óheimilt að taka vinnu í stað orlofs. 4.7.3 Komi maður úr öðru starfi án þess að hafa notið áunnins orlofs, þá á hann rétt á launalausu leyfi þar til fullu orlofi er náð.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==