Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

36 í 80 á r 1935–2015 Fræðslumál í fyrirrúmi 1965–1975 Á rið 1966 hófu Landsbankamenn að reisa sumarhús við Selvík við Álftavatn í Grímsnesi en FSLÍ hafði keypt landið árið 1962 fyrir forgöngu þáverandi formanns þess, Vilhjálms Lúðvíkssonar. Um var að ræða tíu innflutt hús frá Finnlandi sem voru tilbúin til notkunar strax árið 1966 og nutu 290 starfsmenn Landsbankans ánægjulegrar dvalar með fjölskyldum sínum þá um sumarið. Árið 1970 var keypt viðbótarland og risu fjölmörg innlend hús á landinu í tímans rás. Má því segja að nokkur byggðakjarni FSLÍ hafi myndast við Selvíkina. Önnur starfs- mannafélög SÍB hafa einnig unnið ötullega að því að reist hafa verið sumarhús víða um land. Fræðslumót og ráðstefnur Eins og áður sagði hóf Bankamannaskólinn starfsemi sína haustið 1959. Þrátt fyrir þá ágætu stofnun töldu bankamenn sjálfsagt og eðlilegt að Selvík hefur reynst sann- kallaður sælureitur. Mynd: Mats Wibe Lund.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==