Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

37 F r æðslumá l í f y r ir rúmi 1965–1975 treysta böndin sín í milli og miðla upplýsingum á svökölluðum fræðslu- mótum, en hið fyrsta var haldið á Akureyri 1967. Um var að ræða helgar- ráðstefnu og fylgdu fleiri í kjölfarið á næstu fimm árum. Fleiri mót voru haldin, m.a. vornámskeið á Akureyri 1973 og að Bifröst 1974. Þá efndu bankamenn til kjararáðstefnu í Reykjavík 1970 og sama ár var haldið sér- stakt mót með ungu bankafólki í höfuðstaðnum. Þá má geta þess að allt frá því þrír ungir bankamenn héldu á sumar- skóla á vegum Institute of Bankers í London árið 1939, hafa fjölmargir íslenskir bankamenn haldið til útlanda í leit að fróðleik um bankastarfið. Svona kjör þyrftum við! Bankablaðið birtir grein árið 1968 þar sem firnagóð starfskjör bankastarfs- manna í Mexíkó eru rifjuð upp. Þar eru rakin réttindi bankagjaldkera sem hefur starfað í tvö og hálft ár. M.a. kemur fram að ekki er hægt að segja honum upp, hann fær hlutdeild í ágóða bankans og eftirvinna er greidd með 100% álagi. Hann fær jólagjöf sem nemur einum mánaðarlaunum, sumarleyfið er 30 virkir dagar, lækniskostnaður hans og fjölskyldunnar er greiddur af bankanum, eftirlaun eru miðuð við 53 ára aldur og þau geta verið jafnhá launum í lok starfstímans allt þar til dauði starfsmannsins líknar sig yfir viðkomandi banka! Aldrei hjör úr hendi falla… Strax á fyrsta sumri nýstofnaðs Sambands íslenskra bankamanna árið 1935 kom til kasta þess þegar upphófust hörð mótmæli gegn pólitískum emb- Frá helgarráðstefnu á Þingvöllum 1968. Bankablaðið, 34. árg. 1.-4. tbl. (1968). Adolf Björnsson reit ágæta hugvekju í Bankablaðinu árið 1970. Hann gegndi formennsku SÍB á árunum 1951–1953 og 1957–1959.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==