Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók

Á B Y R G ÐA R - O G Þ J Ó N U S T U B Ó K 12 - Gegnumtæring sem rekja má til hvers kyns skemmda á yfirbyggingu, svo sem ryðskemmda sem verða vegna breytinga á yfirbyggingu, fellur ekki undir ábyrgðina. - Ábyrgðin nær ekki til skemmda af völdum steinkasts, rispa, dælda og þess háttar. - Allar ryðskemmdir verður að tilkynna þjónustuverkstæði BYD um leið og þær uppgötvast. Tjón sem tilkynnt eru eftir að ryðvarnarábyrgð rennur út verða ekki bætt. - Allar viðgerðir á yfirbyggingu skulu framkvæmdar af fagmönnum og nota skal efni og aðferðir sem BYD mælir fyrir um. - Ábyrgðin nær ekki til gegnumtæringar sem rekja má til rangra aðferða við viðgerðir eða til notkunar á varahlutum sem ekki eru upprunalegir. - Ábyrgðin nær ekki til gegnumtæringar sem rekja má til óeðlilegrar notkunar eða til þess að bíllinn hafi að hluta eða öllu leyti verið undir vatni. 6. VIÐHALDSÁÆTLUN BYD Viðhaldsáætlun BYD er uppbyggð til þess að tryggja að ökutækinu þínu sé viðhaldið með reglubundnum hætti, með ráðlögðu millibili og á ábyrgan hátt þannig að tæknilegu ástandi hans sé haldið við. Almenna lýsingu á daglegu viðhaldi ökutækisins sem framkvæmt er af eiganda hans er að finna í notendahandbók ökutækisins. ATH! Hægt að nálgast ítarlega viðhaldsáætlun sem er sérsniðin fyrir notkun þíns ökutækis í Noregi eða á Norðurlöndunum með því að hafa samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila BYD.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==