Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók

13 Í 7. kafla þjónustubæklingsins eru sérstakar síður ætlaðar fyrir skráningu sem staðfestir að tilskilið viðhald hafi verið framkvæmt. Skrá skal viðhald (þjónustu) sem er framkvæmt í þar til gerðan reit í bæklingnum. Staðfesta skal að verkið hafi verið unnið með stimpli og undirskrift viðkomandi þjónustuverkstæðis BYD strax að verki loknu. Reglubundið viðhald ökutækisins er mikilvægt fyrir öryggi þitt, endingu bílsins og til að viðhalda ábyrgð BYD. Gættu þess að vanrækja ekki þetta mikilvæga atriði. DAGLEGT VIÐHALD Ásamt reglubundnu viðhaldi (þjónustu), sem verksmiðjan mælir fyrir um, ættir þú að framkvæma daglegar athuganir til að ganga úr skugga um að ökutækið sé í góðu ástandi. Þetta gerir þér einnig kleift að greina mögulegar bilanir og láta lagfæra þær áður en þær verða vandamál sem gæti mögulega leitt til stöðvunar á notkun ökutækisins. Dæmi um og lýsingar á daglegu eftirliti er að finna í notendahandbókinni. AÐGÁT! Ef þú uppgötvar bilun við daglega skoðun eða við akstur, ættir þú að láta laga hana eins fljótt og auðið er á viðurkenndu þjónustuverkstæði/söluaðila BYD. Það getur skipt sköpum fyrir öryggi þitt. 12V RAFGEYMIR. Til viðbótar við háspennurafhlöðuna er BYD einnig með hefðbundinn 12 V rafgeymi (í vélarrýminu). Rafgeymirinn sér rafeindatækjunum fyrir orku og öðrum venjulegum þáttum eins og ljósabúnaði, útvarpi, ræsingu, bílflautu, læsingum, hleðslu háspennurafhlöðunnar og þjófnaðarvörn svo dæmi séu nefnd. Í notendahandbókinni í kaflanum um viðhald er að finna leiðbeiningar um viðhald á rafgeyminum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==