MAXUS Þjónustubók

1. Kynning. Kærar þakkir fyrir að velja SAIC MAXUS rafvöru eða fólksbíl frá SAIC MAXUS Automotive Co. Ltd. Ábyrgðarskilmálarnir í þessum bæklingi snúa að Rutebileiernes Standardiserings – Aksjeselskap (RSA) í gegnum viðurkennda söluaðila og verkstæði MAXUS. Lesið ábyrgðar- og þjónustubæklinginn og eigandahandbókina áður en akstur hefst svo tryggt sé að þú þekkir inn á aðgerðir bílsins og virkni. Í þessum þjónustu- og ábyrgðarbæklingi eru upplýsingar um ábyrgðarskilmála og frátekið pláss fyrir skráningu á viðhaldsþjónustu sem mælt er fyrir um. Skilmálarnir í þessari bók ná yfir bíla sem eru fluttir til Íslands af RSA*, nýskráðir eftir 1. júní 2020. *Ítarlegri upplýsingar er að finna í kafla 4. ATH! MIKILVÆGT ATRIÐI SEM SNERTIR ÖRYGGI! Ökutækið kemur með háspennurafgeymi og rafíhlutum. Eigið aldrei við rafíhluti bílsins, hlífar, snúrur eða tengi þar sem hætta er á raflosti við snertingu sem getur verið lífshættuleg eða skaðað heilsu manna. Hafið ávallt samband við viðurkennt verkstæði MAXUS til að framkvæma vinnu af því tagi eða til að sinna viðhaldsþjónustu bílsins. ATH! MIKILVÆGT VARÐANDI HLEÐSLU! Háspennurafgeymar rafbíla þurfa að hafa náð ákveðnu hitastigi áður en þeir taka hleðslu. Það er því mikilvægt hlaða bílinn strax eftir að hann hefur verið í notkun, sérstaklega yfir vetrartímann. Ástæðan er sú að háspennurafgeymir bílsins hitnar upp við akstur og er því fyrr tilbúinn að taka á móti hleðslu eftir að bíllinn hefur verið í notkun. 3 1. Kynning

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==