Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

40 og 50 tegundir frá fimm löndum, Danmörku, Eng- landi, Hollandi, Bandaríkjunum og Noregi. Hámarks­ álagning í smásölu var bundin í reglugerð, í fyrstu frá 12–20%, en heildsöluálagning gat verið allt að 75% í fyrstu en hafði verið hækkuð um helming árið 1943. 398 Rekstarhagnaður Tóbakseinkasölunnar var um hálf milljón króna fyrsta starfsárið en hafði meira en þrefaldast árið 1940. 399 Á fjórða áratugnum veltu menn því fyrir sér hvort ekki væru tök á því að hefja framleiðslu á einhverjum tegundum tóbaksvara hér á landi, svipað og á ýmsum öðrum iðnvarningi, á þessum tímum sjálfsþurftar og tollmúra. Helst var rætt um vindlingaverksmiðju en erfiðara var talið að framleiða vindla. 400 Slík fram- leiðsla hafði þó verið hér á landi snemma á 20. öld. Ekki varð þó úr stofnun vindlingaverksmiðju, enda ekki talið að hún mundi borga sig sökum smæðar markaðarins. 401 Yfirlit Áfengisverslun ríkisins var stofnuð árið 1922 til þess að hafa umsjón með innflutningi á áfengi til atvinnu- starfsemi og til lækninga, enda var reynslan af fyrri skipan þessara mála ekki talin góð. Reynsla af rekstri Landsverslunar á stríðsárunum hafði sýnt að vel mátti reka slík fyrirtæki með góðum árangri. Áfengisversl- unin tók jafnframt að sér sölu á „Spánarvínunum“ eftir að undanþága var veitt frá bannlögunum til þess að flytja þau inn. Það var gert eftir mikinn þrýsting frá spönsku ríkisstjórninni en hún og fleiri lönd í Suður- Evrópu beittu sér mjög gegn áfengisbanni nokkurra ríkja nyrst í álfunni, ekki síst Noregs. Sama ár var Tóbakseinkasalan stofnuð en hún var þó aðeins starf- rækt til ársins 1926. Markmið með stofnun hennar var að auka tekjur ríkissjóðs. Tóbakseinkasala var á ný sett á laggirnar árið 1932 og í kjölfarið komu fleiri einkasölufyrirtæki til sögunnar. Nautnir í Höfðahverfi árið 1929 „Tóbaksnautn hefur sízt minkað síðustu árin, eins og vænta hefði mátt vegna skorts á tóbaki í verslunum. Hafa menn þess í stað neytt blað- tóbaks í stórum stíl. Áfengisnautn hefur einnig farið vaxandi, drekka menn brensluspíritus, glycerinspíritus, hármeðul o.fl . Hoffmanns- dropar talsvert drukknir í kaffi.“ ÞÍ. Skjalasafn landlæknis, héraðslæknirinn í Höfðahverfishéraði 1929. Tóbaksvörur í verslunarglugga á millistríðsárunum. 106

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==