Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

6. Afnám bannsins Eins og fyrr hefur verið nefnt voru þegar á ofan- verðum 2. áratugnum farnar að heyrast þær raddir að afnema bæri áfengisbannið. Þessi krafa öðlaðist auk- inn þunga eftir 1930, enda hafði bannið reynst erfitt í framkvæmd og stórt skarð var höggvið í það með til- komu sölu á Spánarvínunum. Í öðrum bannlöndum var bannið óðum að renna sitt skeið, í Noregi var það afnumið um miðjan þriðja áratuginn en í Finnlandi árið 1932 og hafði þá staðið í 15 ár. Í þjóðaratkvæða- greiðslu sem haldin var í Finnlandi reyndust 70% þeirra sem greiddu atkvæði hlynntir því að afnema bannið. 402 Árið 1932 kom fram frumvarp um afnám bannlag- anna. 403 Það varð þó ekki að lögum en samþykkt var á Alþingi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald bannsins. Templarar og stuðningsmenn þeirra beittu sér vitaskuld gegn afnámi þess en andbanningar voru í sóknarhug. Þeir stofnuðu félagið Vörn sem hafði að sögn hátt á annað þúsund félaga í Reykjavík. Félagið hafði jafnframt samband út um land og hvatti til baráttu gegn banninu. 404 Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald bannsins var haldin árið 1933. Þar fóru „andbanningar“ loksins með sigur af hólmi. Athyglis- vert er að skoða niðurstöðurnar. Yfirgnæfandi meiri- hluti kjósenda studdi afnám bannsins í Reykjavík en utan höfuðstaðarins var staðan gerólík. Þar var víða meirihluti gegn afnámi þess, mest þó á Vestfjörðum og Norðurlandi. 405 Ný áfengislög voru samþykkt 7. nóvember 1934 í samræmi við breytingar sem Hermann Jónasson dómsmálaráðherra hafði fengið Þórð Eyjólfsson pró- fessor til þess að undirbúa og tóku nýju lögin gildi 1. janúar árið eftir. 406 Lagabreytingin lét lítið yfir sér en 1. grein áfengislaganna, áður bannlaganna, var umskrifuð þannig að felldar voru niður þær takmark- anir sem þar komu fram á innflutningi áfengis. Sala sterks áfengis hófst í áfengisútsölunni í Reykjavík 1. febrúar 1935. Margir bjuggust við hinu versta en þegar til kom reyndist sala sterka áfengisins ekki valda þvílíkum ósköpum sem margir óttuðust, a.m.k. ekki fyrstu dagana. Ýmislegt gekk þó á. Alþýðublaðið lýsti fyrsta söludeginum í Reykjavík svo: Hins vegar var mikið keypt af víni í Áfengis- versluninni í gær, og mun hún aldrei, eða mjög sjaldan, hafa selt eins mikið á einum degi. Ös mikil var allan daginn, mjög þröngt inni og Auglýsing úr Alþýðublaðinu frá 17.10.1933 um atkvæða- greiðslu vegna tillögu um afnám áfengisbannsins. 107

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==