Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

læknir áfram en ef til vill þótti hægra að eftirlitið yrði að mestu hjá þeim sem seldi lyfjaverslununum áfengið. Það má virðast sérkennilegt að starfstitill forstjóra Áfengisverslunarinnar fyrstu árin var oftast lyfsölu- stjóri eða eftirlitsmaður lyfjabúða; eins var Áfengis- verslunin iðulega nefnd lyfjaverslun. Þetta var þó ef til vill ekki fjarri lagi vegna þess að allt áfengi yfir 21% að styrkleika taldist vera lyf eða vökvi til atvinnu- starfsemi. Miðað við þá skilgreiningu var því umtals- verður hluti áfengisins sem Áfengisverslunin flutti inn ekki almenn neysluvara heldur einmitt lyf. Loks er að geta þess að Áfengisverslunin sjálf seldi ekki vín til almennings fyrstu árin, heldur sáu áfengisútsöl- urnar um það, en þær voru ekki á ábyrgð Áfengis- verslunarinnar fyrr en eftir lagabreytingu 1928. Það var því kannski ekki svo fráleitt hjá Jónasi Jónssyni dóms- og kirkjumálaráðherra að kalla forstjóra Áfengisverslunarinnar „lyfsölustjóra“. 421 Fyrsti for- stjóri Áfengisverslunarinnar var P. L. Mogensen en hann hafði áður starfað sem apótekari. Nokkrar breytingar voru gerðar á yfirstjórn Áfengisverslunarinnar samkvæmt nýjum áfengis- lögum frá 1928. Meginbreytingin var í því fólgin að ekki var lengur gerð krafa um að forstjóri áfengis- verslunarinnar hefði lyfsalapróf en talið nægilegt að aðstoðarmaður hans hefði slíkt próf og átti hann að stýra lyfjadeild fyrirtækisins. 422 Samkvæmt reglu- gerðarbreytingum um sölu og veitingar vína, einnig frá 1928, átti dómsmálaráðuneytið að ráða forstöðu- menn útibúa og ákveða kjör þeirra. Hingað til höfðu einstaklingar rekið útsölurnar fyrir eigin reikning svo hér var um grundvallarbreytingu að ræða. 423 Í kjölfar lagabreytingarinnar var ráðinn nýr forstjóri að Áfengisversluninni, Guðbrandur Magnússon, fyrr- verandi kaupfélagsstjóri. Verðlagning, rekstur og tekjur Samkvæmt upphaflegu lögunum um sölu og veitingar áfengis mátti verð frá Áfengisversluninni vera inn- kaupsverð að viðbættum flutningskostnaði og tolli og 25−75% álagning. Lyfjaáfengi bar að selja án hagn- aðar. Með breytingum á áfengislögunum árið 1927 var haldið sama álagningarhlutfalli. 424 Með nýjum forstjóra árið 1928 voru gerðar breyt- ingar á verðstefnu og verðið hækkað verulega frá því sem verið hafði í tíð fyrri forstjóra. Lárus Jóhannes- son lögmaður og fleiri viðskiptamenn verslunarinnar bentu á að fyrirtækið hefði gengið lengra í álagningu en lög heimiluðu, enda hefði ágóði fyrirtækisins aukist umtalsvert. Lárus fór í mál við fyrirtækið og krafðist þess að fá leiðréttingu vegna ólöglegs verðs á árabilinu 1928−1931. Málið fór fyrir Hæstarétt og varð niðurstaða dómsins sú að hámarksálagning væri miðuð við heildsölu en heimilt væri að hafa hærri álagningu í smásölu. Að mati dómsins virtust lögin um einkasöluna frá 1921 og 1928 vera skýr í þessum efnum. 425 Ljóst virðist þó af umræðu um málið að stjórnvöld voru ekki viss hvort álagning hefði verið innan leyfilegra marka og fengu af því tilefni heim- ild til að setja bráðabirgðalög árið 1931. Í lögunum sagði að mat dóms- og kirkjumálaráðherra sé að hin „ákveðna álagning á vínanda og áfengi, sem leyft er að flytja til landsins, sé óheppileg, eins og nú stendur á. Telur ráðherrann því nauðsynlegt að fella burtu þetta ákvæði nú þegar“. Bráðabirgðalögin voru þó aldrei samþykkt á Alþingi en álagningarákvæðinu var breytt með lögum um einkasölu á áfengi árið 1934. 426 Ljóst er að álagning fyrirtækisins í smásölu var stórhækkuð í kringum 1930 og varð allt að 175% um þetta leyti. 427 Áfengisverslunin seldi vörur fyrir 915 þúsund kr. fyrsta starfsárið. Salan næstu árin var býsna sveiflu- kennd, ríflega 1,5 milljónir kr. árið 1924 en 2,2 millj- ónir 1925. En 1926 minnkaði salan um hálfa milljón og tæp 400 þúsund til viðbótar 1927. Samdrátturinn var svo mikill að forstöðumaður áfengisútsölunnar í Reykjavík taldi sér ekki fært að reka hana áfram nema sölulaun hans væru hækkuð úr 4% í 5%. 428 Um þetta leyti kom fram hörð gagnrýni á það hvernig Áfengisverslunin hefði verið rekin á undanförnum árum. Til dæmis væru birgðir ótrúlega miklar og næmi verðmæti þeirra yfir einni milljón króna. Þá voru innkaup verslunarinnar gagnrýnd en þau hefðu P. L. Mogensen (1872– 1947), fyrsti forstjóri Áfengisversunarinnar 1922–1928. Guðbrandur Magnússon (1887–1974), forstjóri Áfengisverslunarinnar 1928–1957. 112

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==