Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Áfengisverslunin auglýsir framleiðsluvörur sínar, hár- vötn og bökunardropa. Hvort tveggja var einnig notað til drykkjar í ein- hverjum mæli. Spegillinn 30.11.1938. ekki alltaf verið ýkja hagkvæm. Útistandandi skuldir væru einnig alltof háar, ekki síst hjá útsölumönnum verslunarinnar og ýmsum lyfsölum. 429 En eftir 1927 tók salan kipp og var komin í 2,5 milljónir kr. árið 1930. En þá brá svo við að hún snarminnkaði á ný og datt niður um hátt í 600 þús- und kr. og enn meira árið eftir. Árið 1931 nam salan ríflega 1,7 milljónum kr. og átti bágt efnahagsástand sennilega stærstan þátt í því. Næstu ár var salan svip- uð en stóra stökkið kom 1935 er sala hófst á sterku áfengi. Það ár tvöfaldaðist salan og nam hátt í 3,7 milljónum kr. 430 Tekjur ríkisins af sölu áfengis og tóbaks voru bæði af tollum á þessar vörur og vegna hagnaðar af rekstri sölufyrirtækjanna. Þessar tekjur voru umtalsverðar. Tekjur af einkasölum voru yfirleitt á milli 13 og 14% af heildartekjum ríkissjóðs árin 1924−1934, sem var svipað og í Noregi. 431 Árið 1943 var þetta hlutfall tæpt 21%, eða rétt rúmur fimmtungur af tekjum ríkis- stjóðs; mest munaði um áfengi og tóbak. 432 Og það munaði um minna. Framleiðsla Fyrsta hálfan annan áratuginn var lítil framleiðsla á vegum Áfengisverslunarinnar, eða allt þar til fram- leiðsla hófst á brennivíni og bökunardropum. Árið 1928 var þó gerð tilraun með áfengisframleiðslu eða -blöndun sem kom reyndar ekki til af góðu. Árið 1926 hafði verið keypt til landsins mikið af vermouth en árið áður hafði þessi drykkur reynst svo vinsæll að panta þurfti hann hvað eftir annað. En þegar kom fram á árið 1926 reyndust vinsældirnar úr sögunni, drykkurinn seldist ekki og Áfengisverslunin sat uppi með óseljanlegar birgðir. Nýr forstjóri, Guðbrandur Magnússon sem þá var nýráðinn, var ekki á því að láta birgðirnar standa óseldar. Hann tók það til bragðs að blanda saman nokkrum tegundum og selja undir vörumerki tiltekins vínsölufyrirtækis í Portúgal. Þessi tilraun tókst svo vel að áfengið rauk út en var kallað því óvirðulega nafni Tíkarbrandur. 433 En forstjórinn, sem áður hafði stjórnað litlu kaupfélagi úti á landi, fékk engu að síður skömm í hattinn fyrir að brjóta lög um vörumerki og að selja áfengið sem tiltekna vöru án þess að hún væri það í raun og veru. 434 Ekki er þó kunnugt um að fyrirtækið hafi verið dregið til ábyrgðar af þessum sökum. Með reglugerð frá 1935 var staðfest að Áfengis- verslun Íslands hefði ekki einungis einkarétt til að flytja inn allt áfengi heldur einnig til að framleiða ýmsar vörur sem innihéldu áfengi og voru nánar tilteknar í reglugerðinni. Þar var m.a. um að ræða ilmvötn, hárvötn og bökunardropa. Þá átti Áfengis- verslunin jafnframt af hafa einkarétt til að flytja inn pressuger sem notað var við bakstur. Sá sem fékk slíkt ger varð að skrifa undir skuldbindingu þess efnis að gerið yrði ekki notað til annars en baksturs, auk þess sem Áfengisversluninni var heimilt að afgreiða minna magn en um var beðið ef það þótti óhæfilega mikið. Þessu ákvæði var einkum beint gegn bruggurum sem sóttust eftir geri. Samkvæmt reglugerðinni átti áfengis- verslunin að gefa ráðherra skýrslu árlega um hversu mikið áfengi hefði verið selt og hverjum og gera grein fyrir sölu sinni á vörum sem áfengi var í. 435 Megin- 113

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==