Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

á Hótel Íslandi og aðgæta hvort hótelið færi ekki að öllum reglum um vínveitingar. 438 Sem fyrr getur voru starfsmenn fyrirtækisins alls um tveir tugir árið 1922 og hafði þurft að ráða fjölda aðstoðarmanna síðari hluta ársins vegna mikillar eftirspurnar eftir Spánarvínunum. 439 Á ofanverðum fjórða áratugnum voru starfsmenn orðnir um 40 og voru starfsmenn við áfengisútsölur þá ekki taldir með. Skrifstofur fyrirtækisins voru þá í Fiskifélags- húsinu við Skúlagötu. 440 Áfengisútsölurnar Sem fyrr er getið voru áfengisútsölur í öllum sjö kaupstöðum landsins í samræmi við ákvörðun Stjórnarráðsins frá 1922. Mörgum þótti sem þarna væri vel í lagt og töldu útsölurnar óþarflega margar en stjórnvöld staðhæfðu að ekki hefði verið gengið lengra á þessu sviði þörf krafði. Sigurður Eggerz, þáverandi forsætisráðherra, var sakaður um „óþarfa nervösitet“ gagnvart Spánverjum. 441 En ráðherrann svaraði fullum hálsi. Hann kvaðst í fyrstu hafa ætlað að hafa „aðeins eina útsölu á vínunum“ en séð sig um hönd eftir að hafa ráðgast við samningamenn Íslend- inga við Spánverja. Hann hefði samið „reglugerð- ina, ásamt ráðunautum mínum í Kaupmannahöfn, á þann hátt, sem við hugðum helst í samræmi við lögin og samninginn við Spánverja“. 442 Sigurður taldi að ekki hefði mátt ganga skemmra til að stofna ekki fisksölunni á Spáni í hættu og kvaðst ekki kvika frá markaðri stefnu. 443 Miður væri að bæjarstjórnir þar sem afráðið var að setja upp áfengisútsölur neituðu í mótmælaskyni að tilnefna menn til að veita slíkum Helstu viðfangsefni Áfengisverslun- arinnar fyrstu tvo áratugina Viðfangsefni Áfengisverslunarinnar fyrstu tvo áratugina voru einkum eftirfarandi: – Innflutningur og kaup á áfengi. Stór hluti þess kom í tunnum sem var síðan tappað á flöskur í húsakynnum fyritækisins. – Blöndun á áfengi, einkum sterku áfengi eftir að neysla þess var heimiluð við afnám bannlaganna 1935. Fyrir þann tíma hafði fyrirtækið þó einnig blandað saman til- teknum tegundum og selt undir nýju heiti. – Sala áfengis. Til útibúa sem síðan seldu almenningi. Til veitingahúsa, sendifulltrúa frá erlendum ríkjum og einstaklinga sem pöntuðu beint frá fyrirtækinu vegna fjarlægðar frá útibúum. – Innflutningur á öðrum vörum sem inni- héldu vínanda. Einkum var um að ræða snyrtivörur, svo sem ilmvötn og hárvötn, svo og bökunardropa og efnablöndur til notkunar í iðnaði, ekki síst til gljáningar húsgagna. – Að selja einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum vínanda til notkunar í atvinnu- rekstri og annarri starfsemi. – Einkasala á geri til köku- og brauðgerðar. – Sala lyfja, sem var sívaxandi þáttur frá stofnun lyfjadeildar innan fyrirtækisins. ÞÍ. Stjr. Fjármálaráðuneyti 1991 B/254. A-1. Bréf Áfengisverzlunar ríkisins til fjárhagsnefndar neðri deildar Alþingis 9. október 1943. Áfengisverslun ríkisins í Hafnarfirði (1920–1930). 117

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==