Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

fyrirtækjum forstöðu, enda væri áríðandi að þau væru í höndum „góðra og áreiðanlegra manna“; bæj- arstjórnirnar höfðu tillögurétt um þetta samkvæmt reglugerð. 444 Hér að framan hefur verið nefnt að fyrstu árin (til 1928) voru útsölurnar í raun sjálfstæð fyrirtæki, reknar á ábyrgð forstöðumannsins, en reksturinn var þó háður ströngum skilyrðum. Forstöðumaðurinn leigði húsnæði undir reksturinn og greiddi annan rekstrarkostnað af sölulaunum sem var ákveðið hlut- fall af verði og ákveðið í reglugerð. 445 Lögum var þó breytt árið 1928 og eftir það urðu útibússtjórarnir starfsmenn Áfengisverslunarinnar. Með reglugerð frá 1935 var gert ráð fyrir að fjármálaráðuneytið réði útibússtjórana. 446 Meðan reksturinn var á vegum útsölustjóra fengu þeir í sinn hlut 1/6 (16 2/3%) af verðinu á sölustöðum úti um land en í Reykjavík var hlutur þeirra mun lægri, fyrst 4% en síðan 5%. Frá 1935 var hlutfallið 15% af sölu þar til selt hafði verið fyrir 70 þúsund krónur. Þá lækkuðu sölulaunin um helming þar til salan hafði náð 100 þúsund krónum. Eftir það voru sölulaun 2,5%. Í Reykjavík giltu þó aðrar reglur. Í útsölunni þar skyldu sölulaun nema 4% afsölu allt að 800 þúsund kr., 2% þar til sala hefði náð einni milljón króna og 1,5% eftir það. 447 Það er eftirtektarvert að þessi háttur skyldi hafður á; þetta kerfi hvatti vita- skuld útsölustjórana til að selja sem mest. „Brauðin“, þ.e. áfengisútsölurnar, voru misfeit ef svo má að orði komast, salan var vitaskuld mismikil. Mest var upp úr áfengisútsölunni í Reykjavík að hafa. Árið 1937 hafði útsölustjórinn þar hátt í 60 þúsund kr. í heildartekjur. Á öðrum útsölustöðum voru tekjur mun minni, allt frá tæplega tíu þúsund kr. á Seyðisfirði, sem gaf minnst af sér, upp í tæplega 18 þúsund kr. á Akureyri en þar var kostnaður líka mun minni en í Reykjavík. 448 Smásala á vínum hófst 29. júní 1922 í Reykjavík og tveimur mánuðum síðar var opnuð sérstök verslun vegna hennar í verslunarhúsi Thomsens við Lækjar- torg, sem fyrr getur. Fyrsti forstöðumaður hennar var Björn Sveinsson kaupmaður en tveimur árum síðar hafði Hannes Thorarensen tekið við starfa hans. 449 Áfengisútsalan á Akureyri opnaði síðla í septem- ber 1922 að Strandgötu 35 þar sem áður hafði verið verslun J.V. Havsteens. Útibússtjórinn var Jón Stefáns- son. Hann hélt þó ekki búðina lengi á þessum stað en flutti hana ári síðar í stofu í húsi sínu að Hafnarstræti 102. Ástæðan var sú að hann hafði ætlað sér að hafa ýmsar fleiri vörur á boðstólunum í versluninni en for- stöðumenn Áfengisverslunarinnar lögðust gegn því; þó var honum heimilað að selja þar tóbak. Á fyrri staðnumvar áfengi til sýnis í þremur stórum verslunargluggum en eftir flutning verslunarinnar var „ekki ein einasta vínflaska til sýnis“. 450 Meginástæðan fyrir flutningnum var sjálfsagt sú að margir höfðu ímugust á þessari starfsemi og vildu að sem minnst bæri á henni. Það kom líka berlega í ljóst þegar Jón Stefánsson setti upp skilti með heiti verslunarinnar á nýja staðnum, en sú ráðstöfun var harðlega gagn- rýnd. Verkamaðurinn spurði hvort ekki væri „sæmra að þessar ríkis“sprútt“holur létu semminst á sér bera“. Blaðið taldi sennilegt að téð „auglýsing“ væri „sett eftir umtali við yfirmann Áfengisverslunar ríkisins í Rvík. Ef svo er, hvað vill þá sá fugl vera að hrækja í andlit Akureyringum?“ 451 Jón Stefánsson svaraði fyrir sig og kvaðst verða að láta vita að „verslun sé rekin þar sem hún er“. Þess vegna hefði skiltið verið sett upp en þó reynt að hafa það eins lítið áberandi og mögulegt hefði verið, „inn á milli húsanna“. 452 Það var ekki tekið út með sældinni að selja áfengi á þessum tíma. Frá upphafi var gert ráð fyrir að útsölustöðum væri lokað á hádegi á laugardögum og opnaðir að nýju næsta virkan dag kl. 9 að morgni og væru opnir til kl. 18:00 síðdegis. Þó var með reglugerðarabreyt- ingu árið 1935 gert ráð fyrir að mætti „loka útsölu eða veitingastað áfengis um einn eða fleiri daga, ef óeirðir eru byrjaðar eða yfirvofandi á staðnum eða önnur slík tilefni gefast“. 453 Menn vildu greinilega hafa allan var- ann á er áfengisbannið yrði afnumið. Þess má geta að oft var gripið til þessa ákvæðis eins og nánar verður reifað síðar. Áfengisútsölurnar virtust engir sérstakir auðfúsu- gestir, hvorki í Reykjavík né hinum kaupstöðunum. Vitaskuld fögnuðu ýmsir tilkomu þeirra en margt 118

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==