Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

endilega að taka sem vitnisburð um aukna áfengis- neyslu, heldur hafa sterku drykkirnir líka komið í stað ólöglegs áfengis. 497 Þetta er þó erfitt að meta en það virðist nokkuð ljóst að ólögleg framleiðsla á áfengi hefur dregist mjög saman eftir afnám bannsins þó að hún hyrfi ekki. 498 − Og þrátt fyrir að sala væri leyfð á sterku áfengi, hvarf ekki neysla á „ódrykkjum“, eins og brennsluspíritus (suðuvökva) og öðrum áfengum vökvum sem voru ætlaðir til annars en neyslu, en ætla má að hún hafi ekki verið eins almenn og áður. Eftir að gerðar voru ráðstafanir til þess að draga úr sölu brennslusprittsins jukust mjög vinsældir hárvatns, sem mun hafa verið einn vinsælasti drykkur drykkju- manna í Reykjavík upp úr 1940 og munu „nokkrir rakarar hér í borginni“ hafa stundað að selja þeim þennan vökva. 499 Af framangreindu leiðir að tölfræði um notkun áfengis á þessum tíma veitir takmarkaðar upplýs- ingar, hún segir til um sölu fremur en neyslu. Til eru samhangandi tölur um neyslu frá 1935 og miðast þær við sölu áfengis í Áfengisverslun ríkisins. Samkvæmt þeim var áfengisneysla á mann að meðaltali um 0,8 lítrar af hreinum vínanda það ár. Til samanburðar var neyslan að meðaltali um 2,4 lítrar á mann í Dan- mörku á árunum 1925–1932, einungis um hálfur lítri í Finnlandi á sama tíma, 2,5 lítrar í Kanada en yfir 20 lítrar í Frakklandi. 500 Næstu árin var neyslan svipuð hérlendis, mæld á þennan mælikvarða, en minnk- aði umtalsvert á stríðsárunum síðari, enda var sölu áfengis hætt í ágúst 1941 vegna stríðsins. 501 Ekki er flókið að rekja uppruna þess áfengis sem selt var (löglega) hér á landi fyrir 1940. Fyrir afnám bannsins 1935 var mest af áfenginu (vín og heit vín) frá Spáni og Portúgal. En eftir afnám þess urðu sterku drykkirnir ráðandi sem fyrr getur. Mestra vinsælda naut heimalagaður drykkur, brennivínið. Sennilega kom viskíið mest frá Bretlandi en ákavítið frá Norðurlöndunum. Vínið kom mest frá Spáni en samkvæmt samningum við Spánverja sem gerðu ráð fyrir undanþágu frá bannlögunum áttu Íslendingar að kaupa 80% borðvína þaðan. Frá Spáni kom einnig sérrí og malaga-vín og anísbrennivín. 502 En sem fyrr getur seldust þessir drykkir lítið og enn minna eftir að bannið var afnumið 1935. Hér má geta þess að misháir tollar voru settir á áfengi eftir styrkleika. Á borðvíni var tollurinn 14%, á „heitum“ vínum 21% en um 50% á „brenndum“ drykkjum. Álagning var sömuleiðis mismunandi eftir stykleika, um 50% á borðvínum, 75% á „heitum“ vínum en 100% á sterku áfengi. 503 Því má segja að reynt hafi verið að stýra áfengisneyslunni með álagn- Áfengisverslunin auglýsir bætta framleiðslu á hárvötnum. Tíminn 31.12.1934. 130

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==