Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

ingu og tollum en af markaðshlutdeild sterku drykkj- anna má ráða að þetta hefur haft lítil áhrif. Þegar leyft var að selja sterkt áfengi 1. febrúar 1935 var brennivínsflaskan seld á 7 kr., viskí frá 13,50−15,50 kr. en vínflaska fór á 6,75 kr. Athygli vekur hversu lítill munur er á verði brennivíns og víns. Árið 1940 höfðu orðið verulegar verðbreytingar. Brennivínsverðið var komið upp í 11 kr., viskí í 22 kr. og vínflaskan í 8 kr. Töluvert var selt af öli en það átti að vera óáfengt, þ.e. að innhalda minna af vínanda en 2,5%, samkvæmt ákvæði sem bætt var á síðustu stundu inn í frumvarp um afnám bannlaganna. Sterkt öl var ekki framleitt hér á landi fyrr en á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, í ársbyrjun 1941, að ósk breska hernámsliðsins, en bráðabirgðalög sem heimiluðu framleiðsluna voru sett síðla árs 1940. 504 Yfirlit Þegar Áfengisverslunin var stofnuð var ákveðið að útibú yrðu í öllum kaupstöðum landsins, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Hafnarfirði, Siglufirði, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Útibússtjórar tóku að sér söluna gegn ákveðinni hlutdeild í sölu og höfðu reksturinn á eigin vegum. Einnig var ákveðið að heimilt væri að veita vín á veitingastöðum, en sú heimild náði þó aðeins til fjögurra staða, Seyðisfjarðar, Akureyrar, Ísafjarðar og Reykjavíkur. Í fyrstu var þessi heimild einungis nýtt í Reykjavík og þar var yfirleitt aðeins einn staður sem mátti veita áfengi. Eftir 1930 var sá staður Hótel Borg en náið var fylgst með rekstri þar og iðulega skarst í odda á milli eigenda Borgar og yfirvalda. Takmarkanir voru á því hversu mikið áfengi mátti selja hverjum viðskiptavini og bar starfsmönnun útsalanna að fylgjast með því að farið væri eftir þeim reglum með því að færa hverja sölu í vínsölubók við nafn kaupanda. Skrifinnska varð því mikil: Gefa þurfti dóms- og kirkjumálaráðuneytinu skýrslur um sölu, fá skýrslur frá lyfjaverslunum, setja saman skýrslur um sölu á áfengi til atvinnustarfsemi og gefa áfengisvarnarnefndum (eftir miðjan fjórða áratuginn) skýrslur um þá sem keyptu áfengi. Skráning vegna áfengissölu var felld niður árið 1935 en tekin upp aftur árið 1938. Áfengisútsölurnar voru engir auðfúsugestir þegar þær voru settar á stofn. Sérstaklega var hörð andstaða við þær utan Reykjavíkur. Víða var reynt að fá þeim lokað eða takmarka starfsemi þeirra eins og unnt var. Hörðust var andstaðan við áfengisútsöluna á Ísafirði. Forstjóri Áfengisverslunararinnar átti í upphafi að vera lyfjafræðingur og er það til marks um hugsunina sem lá að baki stofnun fyrirtækisins. Þessu ákvæði var breytt árið 1928. Þá var einnig ákveðið að útibús­ stjórar yrðu ráðnir af ráðherra. Tekjur ríkisins af einkasölum voru verulegar, en þeim fjölgaði mjög á fjórða áratugnum, og skiptu umtalsverðu máli fyrir afkomu ríkissjóðs. Eftir að áfengisbannið var afnumið fór Áfengisverslunin að framleiða nokkrar vöruteg- undir, brennivín, sem var eftirsóttasta vara verslunar- innar, en auk þess m.a. bökunardropa og ilmvötn. Þrátt fyrir að sala á léttvínum og heitum vínum væri leyfð frá 1922, nutu þessar vörur ekki mikilla vinsælda. Meiri áhugi var á sterkari drykkjum. Áður en bannið var afnumið komst fólk í sterkt áfengi á ólöglegan hátt, með því að fá úthlutað áfengi sem lyfi eða til atvinnustarfsemi, eða þá að verða sér úti um smyglað áfengi, landa eða jafnvel bökundropa og hár- meðul. Bruggun varð að þjóðaríþrótt á þessum tíma. Eftir að sala á sterku áfengi var leyfð seldist langmest af brennivíni, enda var það ódýrt, a.m.k. í fyrstu. Samanborið við nágrannalöndin var áfengisneysla þó lítil hérlendis. 131

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==