Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

8. Ofneysla áfengis, áfengisvarnir og bindindishreyfingin Ofdrykkja og áfengissýki Þrátt fyrir áfengisbann var neysla áfengis víða sýnileg, eins og oft hefur verið bent á, og margir lýstu áhyggj- um sínum af ofneyslu áfengis. Árið 1922 spurði Jón Baldvinsson alþingismaður hvort það væri viðunandi að sjá drukkna menn „reika um göturnar, jafnvel hópum saman? Í sumum bæjarhlutum er jafnvel talið auðveldara að ná í áfengi heldur en aðra eins nauð- synjavöru og vatn“. 505 Ef marka má umfjöllun í ýmsum skýrslum og fjölmiðlum virðist áfengisneysla og ofdrykkja, ekki síst á meðal ungs fólks, hafa aukist umtalsvert á fjórða áratugnum. 506 Bæjarstjórinn á Ísafirði kvartaði yfir „drykkjuskaparómenningu“ í bænum og kvað „óþroskaðri hluta“ sjómannastéttarinnar sóa sumar- kaupinu. Hann kvaðst geta rökstutt mál sitt „með átakanlegum dæmum frá síðasta sumri. Til dæmis eyddi þá fyrirvinna einnar fjölskyldu mjög álitlegri sumarþénustu í áfengi á 2–4 vikum, svo fjölskyldan varð handbendi bæjarins laust eftir áramót.“ 507 Svip- aða sögu var að segja víðar af landinu. Á Siglufirði kvartaði áfengisvarnanefndin yfir drukknum mönn- um á götunum og slagsmálum árið 1936 og kvað „alkunna, að oft er meginhluti skipshafnar örvita af áfengisnautn í einu, og mörg dæmi má tilfæra um það, að skip hafa á undanförnum árum hindrast frá veiðum, jafnvel dögum saman af því.“ 508 Árið 1939 gaf Jón Benediktsson lögregluþjónn á Akureyri áfengisvarnanefnd kaupstaðarins skýrslu um stöðu mála. Kvaðst hann hafa verið lögregluþjónn í bænum í um áratug og því hafi hann haft „gott tækifæri til þess að fylgjast með áfengsinautn bæjar- búa og hegðun manna undir áhrifum áfengis“. 509 Að sögn Jóns hafði drykkjuskapur verið mikill í bænum öll þessi ár og „ölvaðir menn verið uppivöðslusamir á mannamótum“. Sagði Jón að því hefði verið haldið Tveir félagar halla sér að húsvegg veitingahúss á Siglufirði, líklega nokkuð við skál. Sukksamt gat verið í verstöðvum landsins þegar vertíðin stóð sem hæst. 132

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==