Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

fámenn, þá mundi það ganga mjög seint og erfitt, að fá það vínsölu- og veitingaleyfi sem hjer um ræðir“. 161 Þó að frumvarpið gengi skemmra en „bindindisvinir“ höfðu vonað, höfðu lögin veruleg áhrif. Um miðjan tíunda áratuginn var staðhæft að í kjölfar þeirra hefði veitingastöðum í Reykjavík fækkað um helming og ný veitingaleyfi væru ekki gefin út. 162 Þess má geta að þegar árið 1878 var með reglu- gerðarbreytingum farið að sauma að veitingamönn- um sem seldu áfengi. Þá var sú breyting gerð á reglum um viðveru á veitingastofum að hér eftir væri veit- ingamönnum óheimilt að hafa gesti á milli kl. 24 og 6 að morgni. Ef út af var brugðið varð að greiða sekt til fátækra. Þetta henti m.a. Einar Zoëga veitingamann árið 1889. Hann var kærður fyrir að halda gesti utan leyfðs tíma við drykkju og sektaður um 10 krónur. 163 Enn var hert á þessum reglum árið 1906 í Reykja- vík en þá samþykkti bæjarstjórnin að opnunartími veitingahúsa sem seldu áfengi yrði styttur um tvær klukkustundir, þ.e. til kl. 10 að kvöldi, þó ekki að sumri til þar sem opnunartími mætti vera til kl. 11 vegna ferðamanna. 164 Árið 1897 samþykkti Alþingi frumvarp Skúla Thoroddsens um að draga úr áfengissölu hjá kaup- mönnum en Íslandsráðherra neitaði að staðfesta það sem lög. Samkvæmt frumvarpinu átti að takmarka heimildir kaupmanna til áfengissölu, en samkvæmt gildandi lögum um borgarabréf til verslunar í kaup- stað eða kauptúni máttu kaupmenn selja áfengi eins og hverja aðra vöru. Tildrög frumvarpsins voru sögð þau að á undanförnum árum hefði það gerst æ oftar að upp hefðu risið verslanir sem fyrst og fremst hefðu áfengi á boðstólunum. 165 Með frumvarpinu var ætl- unin að koma á samskonar reglum um kaupmenn og giltu um vínveitingar í lögum frá 1888. Samkvæmt til- lögunni hefðu kaupmenn þurft að kaupa sér leyfisbréf til verslunar með áfengi og fá samþykki atkvæðis­ bærra kjósenda á viðkomandi svæði til þess að mega stunda slíka verslun. Sem fyrr getur taldi Íslandsráðherra sig ekki geta staðfest frumvarp Skúla Thoroddsens og taldi að sum ákvæði frumvarpsins væru illframkvæmanleg; fulltrúi ráðherra, landshöfðingi, benti auk þess á að hann gæti ekki kannast við „að drykkjuskapur sjé mjög almennur löstur hjer á landi; þvert á móti eflist bindindishreyfingin stöðugt meir og meir.“ 166 Engu að síður lofaði ráðherra að stuðla að því að lagt yrði fram nýtt frumvarp á vegum stjórnarinnar sem gengi í sömu átt. Það var gert árið 1899 og samþykkti Alþingi frumvarpið þó að ýmsir þingmenn hefðu viljað ganga lengra en það gerði ráð fyrir, allra helst að setja á vínsölubann í samræmi við fjölmargar áskor- anir kjósenda. Þingnefnd sem fjallaði um málið lagði einnig fram sem fylgigagn frumvarpsdrög frá Góð- templurum sem gekk í þá átt. Samkvæmt því var gert ráð fyrir sölubanni en einstaklingum væri þó heimilt að flytja inn áfengi til eigin nota. 167 Þetta var sú leið sem fáum árum síðar var farin í Færeyjum. Kaupmenn og veitingamenn hafa vafalaust talið ákvæði nýju laganna íþyngjandi, að minnsta kosti þeir sem seldu mikið brennivín. Í fyrsta lagi átti hver kaupmaður að greiða árlega ákveðið gjald fyrir hverja verslun sem hann átti og seldi áfengi; í öðru lagi var þeim sem vildu fá að selja áfengi gert skylt að kaupa til þess sérstakt leyfi. Leyfisveitingin var í höndum amt- manns, sem bar þó fyrst að leita álits hreppsnefndar eða bæjarstjórnar og voru meðmæli þeirra forsenda leyfisveitingar ef engin áfengissala var fyrir á staðn- um. Leyfi mátti veita til fimm ára. Þeir sem þegar höfðu leyfi héldu þeim þó áfram næstu 15 ár gegn því að greiða árgjald það sem rætt var um í 1. gr. laganna. Í þriðja lagi urðu lausakaupmenn að greiða sérstakt gjald ef þeir vildu selja áfengi og einungis mátti selja slíka vöru á stöðum þar sem það var heimilt fyrir. Í lögunum voru ákvæði um lágmarksmagn áfengis sem selja mætti í einu, til dæmis að lágmarki þriggja pela flösku af víni og sterkum drykkjum. Einnig voru árgjöld veitingamanna hækkuð. Þá voru skilyrði vín- veitingaleyfa hert. Í kaupstöðum þurfti til dæmis meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna að vera á fundi þar sem slíkt mál var rætt og auk þess þurfti meirihluti fundarmanna að vera hlynntur leyfisveit- ingu og meirihluti bæjarstjórnar að fallast á heimild- ina; með öðrum orðum: gert var nánast ókleift að fá 49

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==