Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

veitingaleyfi. Þá varð veitingamaður einnig að geta hýst ákveðinn fjölda ferðamanna og geta selt þeim nauðsynlegan greiða. Leyfið var veitt til fimm ára í senn og það gilti aðeins fyrir einn sölustað. Enn kom fram í lögunum að einn og sami maður mætti ekki reka bæði verslun með áfengi og veitingasölu og til- tekið var að ókeypis veitingar í verslunarhúsum væru ólöglegar. Það hafði verið bannað sem fyrr getur en með nýju lögunum átti kaupmaður jafnvel að teljast sekur ef áfengis væri neytt í húsum hans án hans vit- undar. Þá voru ákvæði sem áttu að koma í veg fyrir að veitingamenn lánuðu viðskiptamönnum sínum vegna áfengis og var enginn skyldugur til þess að borga slík lán en áður hafði slíkt ákvæði einungis náð til náms- manna. Þessi lög áttu að draga úr áhuga kaupmanna á að versla með áfengi og gera vínveitingarekstur miður fýsilegan. Í lögunum voru einnig ákvæði um lágmarksmagn áfengis sem heimilt væri að selja í því skyni að draga úr líkum á drykkjuskap í og við versl- anir. 168 Í kjölfar þessarar lagasetningar og fyrir tilstilli baráttu templara stórfækkaði þeim kaupmönnum sem seldu áfengi. Þegar lögin voru sett höfðu um 200 kaupmenn rétt til að selja áfengi en á næstu árum fækkaði þeim mjög og bindindishreyfingin vann að því hörðum höndum að fækka þeim enn og að „hreinsa“ hverja sýsluna á fætur annarri – þeir sem vildu ná sér í áfengi fundu þó yfirleitt leiðir til þess. 169 En þessi árangur var bannmönnum ekki nægilegur; lokamarkið var aðflutnings- og sölubann. Aðrar leiðir en algjört bann. − Framleiðslubann Önnur leið en algjört bann var hin svokallaða „Gauta- borgarleið“ en hún kom talsvert til umræðu hér á landi. Í umræðum á Alþingi árið 1879 benti Björn Jónsson ritstjóri og alþingismaður m.a. á þennan möguleika. Hann væri í því fólginn að bæjaryfirvöld í hverjum bæ sæju sjálf um áfengisútsölu og höguðu sölumálum þannig að „sem minnst seldist“ eins og Björn orðar það. Jafnframt væri þess gætt að mestur hluti arðs af versluninni rynni til samfélagsmála, til dæmis til skólahalds, en hlutafélög eða samlög fengju söluréttinn gegn lágmarksálagningu. Borgaryfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð höfðu tekið upp þessa stefnu árið 1865 og þaðan breiddist hún út, til dæmis til Noregs árið 1871. Oft var nefnt síðar að heppilegt væri að fara þessa leið hér á landi en bindindishreyfingin hér var róttækari en svo að þessi aðferð höfðaði til hennar. 170 Frumvarp þess efnis að heimila einstökum hér- uðum að ákveða hvort áfengi yrði selt í héraðinu var lagt fram á Alþingi árið 1889. Þá var gert ráð fyrir að slíkar ákvarðanir yrðu teknar í kjölfar almennra samþykkta. Þessi hugmynd, sem á enskri tungu var kölluð „local option“ naut vinsælda víða um lönd en féll þó að sinni í grýtta jörð á Íslandi. Þess má geta að árið 1894 samþykktu Norðmenn lög sem heimiluðu bæjar- og sveitarstjórnum að ákveða hvort áfengi væri selt í viðkomandi sveitarfélagi. 171 Sama ár og Norðmenn samþykktu lagaheimild sína, og ef til vill fyrir áhrif frá henni, var lagt fram frumvarp þar sem kveðið var á um að sýslunefndir gætu bannað innflutning, sölu og tilbúning alls áfengis að afstaðinni atkvæðagreiðslu þar sem meiri- hluti atkvæðisbærra manna í viðkomandi sýslu styddi slíkt bann. 172 Frumvarpið náði þó ekki fram að ganga á þinginu 1894 og ekki heldur árið eftir. En til marks um kraftinn sem kominn var í bindindishreyfinguna má geta þess að fyrir þinginu 1895 lágu áskoranir „7600 fermdra kvenna“ þar sem Alþingi var hvatt til að samþykkja heimild til staðbundins sölubanns. 173 Enn veltu menn fyrir sér fyrir aldamótin 1900 hvort ekki væri mögulegt að banna alla sölu á áfengi nema til lækninga. Þó yrði mönnum heimilt að panta áfengi erlendis frá fyrir sjálfa sig en þó aðeins fyrir milligöngu sveitarstjórna. Samkvæmt þessari hug- mynd, sem blaðið Ísafold setti fram, var einnig gert ráð fyrir að einungis mætti panta lágmarksmagn, t.d. fjórðung úr tunnu öls og 12 vínflöskur. Auk gjalda og flutningskostnaðar kæmi álag sem rynni í sýslu- sjóð. 174 Þessi aðferð líkist að mörgu leyti þeirri skipan sem síðar var tekin upp í Færeyjum en hún fékk ekki stuðning hér á landi. 50

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==