Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Á Alþingi árið 1889 var lögð fram tillaga um að banna allan tilbúning áfengis í landinu; þetta þótti ýmsum þingmönnum einkennilegt þar sem ekki væri um að ræða neina slíka framleiðslu sem tæki því að nefna. Að vísu var nefnt að bakarar brugguðu hvítöl, en það mun hafa verið nánast óáfengt. Markmið þeirra með ölgerðinni var einmitt að halda við geri til brauðgerðar. Fleiri einstök dæmi voru nefnd, til dæmis að maður nokkur í Reykjavík hefði um skeið búið til rabarbaravín. Raunar nefndu andstæðingar bindindis- og bannmanna að nær væri að hvetja menn til ölgerðar en banna hana, enda gæti hún orðið atvinnuvegum landsmanna til framdráttar. 175 Þó fór svo að árið 1900 samþykkti Alþingi bann við því að búa til „vínandadrykki og áfenga maltdrykki“. Þó mátti áfram gera hvítöl. 176 Þau ölgerðarfyrirtæki sem tóku til starfa hér á landi á fyrsta og öðrum áratug 20. aldar (m.a. Sanitas 1905, Ölgerðin Egill Skalla- grímsson 1912) tóku vitaskuld mið af þeim reglum og framleiddu ekki sterkt öl. 177 Algjört bann Þegar fyrir miðja 19. öld komu fram á Alþingi Íslend- inga tillögur um að banna innflutning á áfengi. Til dæmis barst bænaskrá þess efnis úr Dalasýslu árið 1847 með undirskriftum 134 manna. Þorvaldur Sívertsen umboðsmaður og alþingismaður lagði til- löguna fram en var þó ekki sérstakur talsmaður hennar. Kvaðst hann í inngangsorðum sínum eigin- lega ekki vera samþykkur henni en flytti hana að beiðni undirskrifenda. Að auki nefndi hann að ef fólk vildi ekki kaupa og neyta áfengis væri það því í sjálfsvald sett eins og bindindisfélögin hefðu sýnt. Málið var sannast sagna ekki mikið rætt. Aðrir sem tóku til máls voru andstæðir tillögunni, enda væri hún andstæð beiðni þingsins um frjálsa verslun og Íslendingar væru „frjálsar verur, eins og hverjar aðrar manneskjur“. Ekki væri heldur vænlegt að banna brennivínsinnflutninginn vegna þess að áfengi væri sú vörutegund sem helst kæmi til greina að setja tolla á þegar frjáls verslun væri komin í landinu. 178 Bænaskrár af þessu tagi bárust Alþingi öðru hverju, en með vaxandi þunga, er leið á 19. öld, enda efldist bindindishreyfingin hratt og viðhorf breytt- ust í sjálfstæðisbaráttunni, en hún varð nátengd baráttunni fyrir takmörkun á neyslu áfengis. Ein slík bænaskrá barst þinginu árið 1859 frá Vestmanna- eyjum og fjallaði hún um „takmörkun á aðflutníngi áfeingra drykkja“; þar var ekki rætt beinum orðum um bann en bent á að hægur vandi væri að bæta allt það tjón sem hefði orðið víða um land undanfarin ár „af fjárkláðanum og annari óáran“ með því að stöðva innflutning áfengis. 179 Þingmönnum leist ekki betur á þessa tillögu en fyrri bænaskrár. Enn voru megin- rökin verslunarfrelsi sem væri nú nýfengið. En auk þess væru líkur til að andstaða kæmi fram við þessa tillögu í Danmörku þar sem þetta „snerti atvinnuveg margra manna“ þar í landi. 180 Örlög þessarar bæna- skrár urðu því svipuð og hinnar fyrri. Á Alþingi árið 1903 kom fram tillaga um að banna innflutning áfengis að undanskildum hreinum vínanda og öðru áfengi til lækninga og til iðnaðar- nota. Frumvarpið hlaut þó ekki brautargengi að þessu sinni. 181 Frumvarp sama efnis var einnig lagt fram tveimur árum síðar en var dregið til baka. Ástæðan var sú að þá hafði verið lögð fram þingsályktunartil- laga um að leita bæri álits allra kosningabærra manna í landinu á því hvort banna ætti aðflutning áfengra drykkja. Í röksemdum nefndar sem fjallaði um til- löguna sagði m.a. að vissulega væri fræðsla um þessi efni mikilvæg en þó hefði sýnt sig að hún kæmi ekki að fullum notum og dygði ekki til að útrýma „áfeing- isnautninni“. Í nefndarálitinu var jafnframt rakið hvernig barátta bindindisvina hefði þróast, stjórnvöld hefðu sett sífellt meiri hömlur á sölu og veitingar áfengis og hlúð að bindindisbaráttunni með fjárfram- lögum. Afleiðingin hefði orðið sú að sölustöðum og vínveitingastöðum hefði stórfækkað, og væru vínveit- ingastaðir nú teljandi á fingrum annarar handar. Ekki gat nefndin fallist á að í lögunum fælist frelsisskerð- ing eins og „Bakkusar-vinir“ héldu fram og benti á að í sóttvarnarlögum fælist miklu meiri frelsisskerð- ing; einnig bentu nefndarmenn á að ópíumsala væri 51

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==