Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

lagasetningu í Færeyjum sem hlaut að takmarka sölu áfengis þangað en árið 1908 var öll sala áfengis bönn- uð í Færeyjum og var henni ekki aflétt fyrr en rúmum 80 árum síðar. Bann Færeyinga gekk þó ekki eins langt og bann Íslendinga; einstaklingar gátu eftir sem áður pantað áfengi erlendis frá í eigin nafni, að uppfyllt- um vissum skilyrðum. Í umfjöllun hér á landi er þó sjaldan getið um þetta fordæmi Færeyinga eða reynslu þeirra. 193 En konungur staðfesti bannlög Íslendinga. Þó hefur hann ef til vill orðið hugsi þegar sendiherra Frakka mótmælti bannlögunum. 194 Íslendingum var vel kunnugt að Rússakeisari hafði fáum árum fyrr synjað Finnum um staðfestingu á lögum sem finnska þingið hafði samþykkt og bannmenn hafa óttast að hið sama gæti gerst hér á landi; finnska þingið mun hafa samþykkt bann að minnsta kosti þrisvar sinnum eftir 1907 án þess að það hlyti staðfestingu keisarans. Því var kennt um að keisarinn hefði farið að kröfu Frakka sem voru helsti lánardrottinn Rússa. 195 Sigur bannmanna var alger og blöðin greindu frá því að stjórnvöldum hefðu borist heillaóskaskeyti víða að af þessu tilefni. Og bannmenn fögnuðu ákaft með ráðherra sinn, Björn Jónsson, í broddi fylkingar: „Vér gætum nú tekið oss í munn orð marskálksins franska á Krím, er hann hafði unnið virkið: Hér er ég og hér verð ég.“ Og áfram hélt Björn: Vér … höfum lokið eyðimerkurleiðangrinum á meira en þriðjungi skemmri tíma en þjóðin útvalda, og við oss blasir nú landið helga, – land, sem losað er úr viðjum áfengisþjáning- arinnar og helgað hvers kyns mannúðarfram- förum og öflugri menningarviðleitni, land sem byggir útvalin þjóð, sú er gerir hildi heyja við hvert mannfélagsbölið á fætur öðru … 196 Reynt að hnekkja banninu Andstæðingar banns fengu því framgengt á síðustu stundu að sölubanni var frestað um þrjú ár, til 1915, sem fyrr getur. Rökin fyrir því voru þau að þá væru út „runnin öll þau leyfi til sölu áfengra drykkja, sem um ræðir í lögunum frá 13. nóv. 1899.“ 197 Til þess að vinna málstað sínum fylgi stofnuðu þeir félag and- banninga og kölluðu það Þjóðvörn. Þar voru í flokki ýmsir helstu mektarmenn þjóðarinnar, þar á meðal Hannes Hafstein og Jón frá Múla og mun félagið hafa starfað um tveggja ára skeið, til 1911. 198 Nefna má að í Noregi voru þessi mál mjög til umræðu á sama tíma. Þar stofnuðu andbanningar líka félag árið 1909, Landsforeningen for frihet og kultur mot forbud og tvang. 199 Andbanningar hér á landi keyptu jafnframt blaðið Ingólf svo þeir hefðu málgagn til þess að vinna boðskap sínum fylgi og fengu stuðning margra heldri borgara Reykjavíkur. Boðskapur þeirra var einkum sá að bannið væri ólíðandi frelsisskerðing og kom það viðhorf ekki síst fram í umræðum á Alþingi, en meðal Blaðið Ísafold kallaði félags- skap sem var andstæður áfengisbanni Bakkusarfélag. Einn þeirra sem beittu sér gegn banninu var Hannes Hafstein, þá fyrrum ráð- herra. Ísafold 13.5.1909. 55

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==