Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

þeirra sem hvað harðast beittu sér gegn banninu var Hannes Hafstein, þá fyrrverandi ráðherra. 200 En andstæðingar bannsins lögðu einnig áherslu á tekjumissi landssjóðs vegna þess að áfengistollurinn hyrfi úr sögunni. Töldu þeir einsýnt að nú þyrftu nýjar álögur að koma til og væri þá einfaldast að hækka tolla á kaffi og sykri, sem væri mjög bagalegt því það kæmi niður á fátækasta hluta þjóðarinnar, þurrabúðarmönnum og verkamönnum í kaupstöð- unum. En Hannes og fleiri alþingismenn bentu einnig á að Íslendingar gætu stefnt fiskviðskiptum sínum í hættu og mætti vænta þess að Spánverjar mótmæltu viðskiptahindrunum af þessu tagi eins og Frakkar höfðu einmitt gert vegna skaðlegra áhrifa bannsins á franska hagsmuni; og Spánverjar mótmæltu raunar árið 1909. Sendiherra þeirra í Danmörku lýsti því yfir að þessi ákvörðun hefði bein áhrif á spænska hags- muni en ekki fylgdu spænsk yfirvöld þeirri athuga- semd eftir. 201 Danska stjórnin hvatti Íslendinga til að svara athugasemdinni ekki, enda væri hún fyrst og fremst af formlegum toga en sáralitlir hagsmunir í veði fyrir Spánverja. 202 Hannes benti á að Íslendingar nytu afar góðra kjara á Spáni í samræmi viðskipta- samning Spánverja og Dana frá 1893. En meginatriði þess samnings væri jafnframt að verslunin væri frjáls; væru settar hindranir á verslun með vín mætti allt eins búast við að Spánverjar litu á það sem samnings- brot. Máli sínu til stuðnings benti hann á hve Frakkar hefðu brugðist illa við lítilsháttar tollahækkunum á áfengi í Danmörku og Noregi og hefðu þeir hótað þarlendum stjórnvöldum öllu illu. 203 Í umræðunum var einnig bent á að hætta væri á að áfengisbann fældi erlenda ferðamenn frá landinu og trúlegt talið að „frjálsbornum Englendingum mundi bregða í brún“. Nú væri svo komið að margir hefðu álitlegar tekjur af því að þjónusta ferðamenn. Stuðningsmenn banns voru á þveröfugri skoðun og staðhæfðu að erlendir ferðamenn kæmu einmitt til landsins til að „losna út úr sukki og svalli stórborgar- lífsins, norður í himintært fjallaloftið“. Þar fyrir utan töldu andbanningar ógerlegt að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning áfengis til landsins. 204 Hannes Hafstein ráðherra líkti „bindindisofstækinu“ loks við galdrafárið og kvaðst telja að það mundi ganga yfir fyrr en síðar. Og hann bætti við: „Það er eitt óbrigðult einkenni á öllum ofstækishreyfingum, að þeim fylgir svo mikil hjartveiki og hræðsla, að fjöldi manna, sem í hjarta sínu hefir óbeit á þeim, þorir ekki annað en að fylgjast með og tjá sig samþykka.“ 205 Staða andbanninga var þó ekki sterk, enda höfðu þeir ekki sömu hagsmuni að verja og samherjar í ýmsum öðrum löndum þar sem bjór-, brennvíns- eða vínframleiðsla skipti umtalsverðu máli. Markaðurinn var einfaldlega of lítill hér á landi til að slík starfsemi þrifist. Ferðaþjónusta og veitingastarfsemi var einnig skammt á veg komin, og því ekki mikillar andstöðu að vænta úr þeirri átt. Eitt gátu „Bakkusarvinir“ þó gert. Áður en bann- lögin tóku gildi í ársbyrjun 1912 var flutt inn geysi- Barist fyrir áframhaldandi banni árið 1923, Alþýðu- blaðið (6.10.1923) skýrir frá fundi Ólafs Friðrikssonar, eins leiðtoga jafnaðarmanna í Vestmannaeyjum. 56

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==