Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Gamlársdagur 1914 Á gamlársdag 1914 var haldið uppboð hjá Garðari Gíslasyni og voru þá m.a. boðnar upp áfengisbirgðir fyrirtækisins, enda átti sölubann á áfengi að taka gildi á miðnætti. Uppboðinu var lýst svo í Morgunblaðinu : „Öll uppboð byrja brosandi. Oddur [Her- mannsson] klifrar brosandi upp á kassann, tekur litla járnhamarinn brosandi upp úr buxnavas- anum, les borgunarskilmálana upp, brosandi … Uppboðið hjá Garðari Gíslasyni byrjaði líka brosandi. En það voru tóm ný andlit, sem Oddur hafði aldrei áður séð á uppboðum. Og ekki einn einasti kvenmaður! Oddur leit alt í kring um sig og leitaði og leitaði í hópnum. En alt var árangurslaust. Allir voru komnir til þess að bjóða í áfengið. Það gekk því fremur stirt í byrjun uppboðsins, þegar Oddur bað menn bjóða í smjörskálarnar. Hver vildi kaupa skálar nú! Upp með áfengið hrópaði einhver og hvað sem Oddur reyndi, gat hann ekki fengið hærra boð í skálarnar en 10 aura. Mundi nú hafa horft til stórvandræða hefði Garðar stórkaupmaður Gíslason ekki sjálfur verið viðstaddur. Gaf hann nú skipun um að hætta við glervöruna og bað menn fylgja sér að áfengisbirgðunum. Þetta dugði. Menn ruddust út um dyrnar, inn í annan hluta hússins og þegar Sighvatur næturvörður hampaði fyrstu kampavínsflöskunni og sagði, „hvað segið þið um þessa piltar“, þá gall við gleðióp í þyrpingunni, sem betur en nokkur orð lýstu þeirri nýársgleði, sem var að byrja. Garðar var nú kominn inn í vínkjallarann, þar sem kampavínskassarnir voru, og bauð hann þangað með sér nokkrum mönnum, sem hann vildi láta bragða með sér á vörunum. Sátu bæði konsúlar, lögmenn, kaupmenn og blaðamenn þar að drykkju um hríð og hefir sá dýrindisdrykkur eflaust verið góð undirstaða undir kvöldið fyrir suma hverja. Fyrstu kampavínsflöskuna keypti einn meiri háttar málaflutningsmaður borgarinnar, sem óspart hafði „bragðað“ kampavínið í kjallaran- um, og kvaðst þurfa á miklu að halda til kvölds- ins. … Flaska nr. 2 fór á kr. 5.20 og þótti yfir- réttarmálaflutningsmanninum það leitt að hann skyldi hafa orðið að gefa 10 aurum meira fyrir sína flösku. En Oddur tekur ekkert tillit til þess. Hann býður upp hverja flöskuna á fætur annarri og er nú boðið í þær óspart, því nú vita flestir hvernig bragðið er − allir nema yfirréttarmála- flutningsmaðurinn, sem virtist gleyma bragðinu við og við og þurfa því að fara í kjallarann á ný. Nú voru um 100 flöskur seldar og stakk því Garðar upp á því, að nú væri bezt að menn fengju eitthvað að drekka vínið úr. Glös og bollar var sótt og nú var ákveðið 10 aura yfirboð minst. … Oddur brosti út yfir hópinn, en úti í horni stóð yfirréttarmálaflutningsmaðurinn og studdi sig við siglutréð, sem selt hafði verið fyrir 4 krónur og sagði: „Mikill andskotans sjógangur er þetta.““ „Á uppboði hjá Garðari Gíslasyni“. Morgunblaðið 4. janúar 1915, 3. Póstkort þar sem fjallað er á gamansaman hátt um það þegar áfengisbannið tók gildi í upphafi árs 1915. 59

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==