Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Veitingastaðurinn Café Rosenberg á þriðja áratugnum. Þrátt fyrir áfengisbann var víða hægt að ná í áfengi. En framfarir höfðu engu að síður orðið miklar að mati Björns sem taldi ástæðu til að líta björtum augum á framtíðina. Og hinir bjartsýnustu staðhæfðu í hátíð- arræðum að við því mætti búast að „framfarir þess [Íslands], lán og gengi, verði svo mikið undir aðflutn- ingsbanninu, sem nú fer í hönd, að landsmenn trúi því, að giftu Íslands geti ekkert sigrað.“ Þannig orðaði Indriði Einarsson, hagfræðingur og bannmaður, vonir sínar og samherja við upphaf allsherjarbanns. 215 Bannafleiðingar fyrir bann! Um leið og sölustöðum áfengis fækkaði fóru að berast fregnir af aukinni ásókn í áfengi eftir öðrum leiðum. Meðal annars varð umrætt á Alþingi 1903 að drykkjuskapur væri mikill á Seyðisfirði þrátt fyrir að þar væri ekkert áfengi selt í verslunum og enginn veit- ingastaður. Böndin bárust að lyfsölunni og mun hafa verið auðsótt um tíma að kaupa þar spíritus; ýmsir urðu þó til að bera blak af lyfsalanum sem sagður var nýkominn á staðinn og hefði þetta gerst sökum ókunnugleika hans. Málsatvik munu hafa verið þau að verslun með áfengi var þá nýhætt í bænum. Í kjöl- far þess gáfu læknar út lyfseðla á spíritus sem voru síðan margnotaðir, enda reglur um notkun lyfseðla ef til vill óglöggar. 216 Ekki var nóg með að ásókn í áfengi í lyfjabúð- unum ykist heldur varð „pukursala“ algeng. „Bakk- usar-vinir“, eins og góðtemplarar og aðrir stuðnings- menn banns kölluðu andstæðinga bannsins, bentu á þessa þróun sem forsmekk þess sem koma skyldi eftir að bannið tæki gildi: þeir sem vildu útvega sér áfengi notuðu til þess allar tiltækar leiðir, reynslan hefði sýnt að „því strangari lög sem sett eru um áfengissölu, því meira siðspillandi áhrif hafa þau“, eins og Björn M. Ólsen orðaði það árið 1905. Máli sínu til stuðnings benti hann á að það væri alkunnugt hjer í Reykjavík, að hægt er að fá keypta áfenga drykki út um allan bæ, beint ofan í lög, án þess þó að lögreglustjóri geti haft hendur í hári þeirra er selja. Jeg vil að eins leyfa mjer að nefna eitt dæmi. Það er opt á sunnudögum, að hermönnum af danska herskipinu er lofað í land; menn þessir koma í land ódrukknir, en er þeir fara aptur á kvöldin, eru þeir orðnir, margir hverjir, dauðadrukknir. Það er víst, að þeir hafa ekkert vín með sjer í land, og eigi síður hitt, að þeir fá ekki vín á þeim stöðum, sem veitingaleyfi hafa. Menn þeir, sem veita þeim veitingahúsum forstöðu, finna meir en svo til ábyrgðar þeirrar, sem á þeim hvílir, að þeir vilji selja á sunnudög- um. Nei, mennirnir fá vínið á hinum og þessum leyniknæpum út um bæinn … 217 60

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==