Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

að setja lög og reglur en annað að fylgja þeim eftir. Hugmyndaríkir einstaklingar komust að þeirri niður- stöðu að líklega væri það ekki í andstöðu við áfengis- og bannlög að stofna einkaklúbba. Inngöngu fengju aðeins félagsmenn; þeir geymdu þar sitt eigið áfengi og sætu þar við veitingar í góðra vina hópi. Þar sem þetta voru ekki veitingahús giltu reglur um lokunar- tíma ekki um þá. Um og eftir 1910 voru tveir slíkir klúbbar starfandi í Reykjavík. Annar hét Klúbbur borgara í Reykjavík, hinn hét Skemmtiklúbbur Reykjavíkur. Báðir for- stöðumennirnir voru útlendir, annar norskur, hinn danskur. Ekki fengu klúbbarnir þó að starfa lengi í friði, enda töldu bannmenn að í raun og veru væru veitingar seldar innan veggja klúbbanna. Klúbbarnir voru sektaðir 1911 fyrir óleyfilega vínsölu; annar for- stöðumannanna var auk þess dæmdur fyrir áfengis- sölu. Í framhaldinu fengu forstöðumenn klúbbanna því lögmenn til að fara yfir reglur þeirra svo þær væru lögum samkvæmt „og suðu þau svo vel upp, að nú eru þau [klúbblögin] þétt sem veggur og engi smuga á“ og setið þar að drykkju „nótt sem dag“. 225 Við þessu var reynt að sporna með lagafrumvarpi á Aþingi sem Jón Magnússon lagði fram árið 1912 og hlaut samþykkt þingsins sama ár, en í 1. gr. þeirra sagði m.a. að ekkert „fjelag manna má hafa um hönd í fjelagsskap neinar áfengisveitingar, nje nokkur áfengisnautn fara fram í fjelagsherbergjum, nema fjelagið fái til þess sjerstakt leyfi lögreglustjóra.“ 226 Starfsemi klúbbanna varð því ekki langlíf enda skammt til þess að sölubann tæki gildi í árslok 1914. Margt bendir til að ólögleg áfengissala hafi einnig þrifist utan kaupstaða. Reykjavíkurblaðið Ingólfur greindi frá því 1912 að „með veginum hér austur í sýslurnar [séu] vínsölustaðir eins og vörður, og þó fleiri að sumrinu, því þá eru tjöld reist víðar og drukkið ótæpt“. 227 Svipaðar ábendingar mátti sjá í Morgunblaðinu þremur árum síðar. 228 „Bindindisvinir“ þurftu sífellt að vera að setja undir nýja „leka“. Til dæmis kom í ljós slæmur „leki“ í strandferðaskipunum en í flestum þeirra var veitt vín. Miklar sögur voru sagðar af óreglunni sem tíðkaðist Rætt um „brennivíns­ klúbba“ í blaðinu Ingólfi 28.10.1910. 63

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==