Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

víða er skipin kæmu í höfn; óreglu sem andbanningar töldu þó mjög orðum aukna. 229 „Bindindisvinum“ var mjög í mun að koma í veg fyrir að áfengi væri selt fólki sem ekki væri farþegar á skipunum, sögðu skipin vera orðin að fljótandi knæpum og á Alþingi 1905 komu fram tillögur sem áttu að hindra veitingar á höfnum inni. 230 Frumvarp þessa efnis var samþykkt tveimur árum síðar, 1907, en með því var í raun verið að hnykkja á lögum um verslun og veitingar með áfengi frá 1899 sem bönnuðu sölu víns í höfnum án leyfis. Ákvæði laganna náðu þó ekki til skemmtiferðaskipa er eingöngu flyttu útlenda ferðamenn til landsins. 231 Áfengismál í nágrannalöndum Íslands Eins og víða hefur komið fram voru áfengismál mjög til umræðu í nágrannalöndum Íslands, austan hafs og vestan, bæði fyrir og eftir aldamótin 1900. Róttækust var bindindishreyfingin í Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, hér á landi og í Færeyjum. Bind- indishreyfingar víða um lönd unnu hörðum höndum að því að draga úr áfengisneyslu, með góðu og illu, og stjórnvöld gripu til ýmissa ráða, ekki síst fyrir áeggjan bindindishreyfinga, til þess að hefta brennivínsþorst- ann. 232 Í Noregi voru þó ekki stigin eins afgerandi skref og hérlendis fyrr en eftir lok fyrri heimsstyrj- aldar; við upphaf stríðsins var þó öll framleiðsla á brennivíni og öli bönnuð, auk þess sem ýmsar höml- ur voru lagðar á sölu áfengis meðan á stríðinu stóð. Árið 1917 voru samþykkt lög sem heimiluðu ríkis- stjórninni að stöðva sölu áfengis ef nauðsyn krefði og í framhaldi af því var sett sölubann á áfengi sem var sterkara en 12%. Banninu var framhaldið eftir stríðið í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1919 (61,6% studdu bann). Það bann stóð til 1923 og var bundið við sterkara áfengi en 12%. Í kjölfar harðra samningaviðræðna við Frakka, Spánverja og Portúgala var heimilað að selja áfengi sem væri allt að 21% að styrkleika; enn var þó bannað að selja sterkara áfengi í áfengisverslunum, en það mátti selja sem lyf. Bannið var endanlega afnumið 1927 í kjölfar þjóðar- atkvæðagreiðslu árið 1926 þar sem 530.000 voru and- stæð banni en 420.000 voru hlynnt banni. 233 Árið 1922 var stofnuð einkasala á áfengi í Noregi. Hún hafði einkarétt til að flytja áfengi til landsins − aðrir máttu þó flytja inn áfengi sem einkasalan hafði ekki á boðstólum. Norska áfengiseinkasalan var ekki í eigu hins opinbera, ólíkt því sem var á Íslandi, fyrr en undir lok 4. áratugarins. Hún fékk þó ekki einkarétt á smásölu fyrr en undir lok 4. áratugarins er staðbund- in sölusamlög gengu inn í fyrirtækið. Á ofanverðum þriðja áratugnum fékk fyrirtækið einkaleyfi til fram- leiðslu á sterku áfengi. 234 Bæjar- og sveitarstjórnir höfðu rétt til að ákveða hvort áfengisútsala væri í umdæmi þeirra og flestar þeirra höfnuðu slíkri útsölu; áfengisútsölur voru því yfirleitt bara í stærri bæjum í Noregi fyrstu áratugina eftir að áfengiseinkasala tók til starfa þar í landi, en útsölustöðunum hafði fækkað stórlega eftir að áfengiseinkasalan tók til starfa. Í Finnlandi var samþykkt áfengisbann árið 1919 en tímabundið bann vegna stríðsátakanna hafði þó verið í gildi síðan 1914. Bannið var afnumið árið 1932 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu árið áður og eftir það var finnska áfengiseinkasalan, Oy Alkoholiike Ab, sett á laggirnar. Bannið þótti ekki hafa gefist vel – það var illa haldið – en einnig voru fjárhagslegar ástæður fyrir afnámi þess. Finnska ríkið var illa statt í upphafi heimskreppunnar og þurfti á tekjum af áfengissölu að halda, auk þess sem Suður-Evrópuþjóðir kröfðust þess að bannið yrði afnumið. Smásöluverslanir Alko, eins og áfengiseinkasalan var oftast nefnd, áttu ekki að vera aðlaðandi fyrir viðskiptavini og kaupendum var skylt að útvega sér áfengisleyfi, en ekki var tekin upp skömmtun eins og í Svíþjóð. Hins vegar störfuðu á vegum fyrirtækisins eftirlitsmenn sem gátu haft afskipti af kaupendum, jafnvel tekið áfengisleyfin af þeim sem talið var að ekki kynnu að fara með áfengi. 235 Svíar voru fyrstir Norðurlandabúa til að móta skýra áfengispólitík. Um miðja 19. öld var þar í landi komið á hinu svonefnda bolag-kerfi eða kerfi sölu- félaga sem miðaði að því að takmarka hagnað af sölu á sterku áfengi. Árið 1905 var þessu kerfi komið á um alla Svíþjóð og árið 1919 fengu félögin einkarétt 64

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==