Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

22 febrúar 1919 fjallaði Morgunblaðið um svokallað Bratt-kerfi sem var tekið upp í Svíþjóð á öðrum áratug 20. aldar. leitt um einn lítri fyrir einhleypa karlmenn. Giftar konur höfðu ekki sama rétt og karlar, þær fengu ekki áfengisbók, en ógiftar konur gátu fengið slíkar bækur að uppfylltum skilyrðum. Þeir sem skulduðu opinber gjöld af einhverju tagi fengu heldur ekki áfengisbók. Skammtinn mátti minnka eða fella niður ef eiginkona eða aðrir kvörtuðu vegna áfengisneyslu þess sem skammtinn hafði fengið. Árið 1930 höfðu um tveir þriðju sænskra karlamanna „motbok“. 238 Með öðrum orðum: Þegar aðrir völdu bann, völdu Svíar strangt eftirlit, en þó má segja að í raun hafi ríkt bann gagn- vart stórum þjóðfélagshópum, konum og þeim efna- minni. Hinir verst settu drukku því heimabrugg eða áfengi sem ekki var ætlað til drykkjar. 239 Yfirlit Upp úr 1870 varð áfengi mikilvæg tekjulind lands- sjóðs, og síðar tóbak, þar til áfengistollurinn var afnuminn árið 1911. Markmiðið með því að leggja gjöld á innflutning áfengis var einkum að afla tekna, en einnig var litið til þess að tollurinn gæti dregið úr áfengisneyslu. Unnið var ötullega að því á ofan- verðri 19. öld að gera aðgengi að áfengi erfiðara, og komu fram fjölmargar tillögur í því skyni. Nokkrar þeirra náðu fram að ganga á Alþingi, m.a. lög um veitingar áfengis (1888). Áður höfðu verið settar auknar hömlur á veitingar áfengis með breytingum á reglugerðum. Nýtt áfengislagafrumvarp var samþykkt á Alþingi árið 1899 en það þrengdi mjög að þeim sem seldu áfengi, enda fækkaði sölumönnum þess mjög í kjölfarið. Árið 1900 var einnig bannað með lögum að framleiða áfenga drykki hérlendis. Þróun mála hérlendis var að mörgu leyti mjög í takt við það sem var að gerast í nángrannalöndunum, einkum Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, enda voru þau lönd tekin til fyrirmyndar hérlendis. Þegar um miðja 19. öld komu fram hugmyndir um að banna innflutning áfengis. Tillaga um þjóðar- atkvæðagreiðslu um bann við öllum innflutningi áfengis kom fram árið 1905 og var samþykkt á Alþingi. Þrír fimmtu kjósenda studdu bann. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar samþykkti Alþingi lög um bann við sölu og innflutningi áfengis árið 1909. Innflutn- ingsbann tók gildi í ársbyrjun 1912 en sölubann í árs- byrjun 1915. Andstæðingar bannsins reyndu á næstu árum að fá lögunum hnekkt en tókst ekki. Þeir töldu að bannið hefði í för með sér hættur og marga ókosti, einkum ólöglega sölu og innflutning, en töluðu fyrir daufum eyrum. Bann tók einnig gildi í Noregi og Finnlandi skömmu eftir gildistöku þess hérlendis en varð þó óvíða eins langlíft og á Íslandi. 66

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==