Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

4. Bannlögin, framkvæmd og reynsla Lagabreytingar fyrstu árin Í þessum hluta verður fjallað um reynsluna af bann- lögunum, tilraunir til þess að fá þau afnumin og hverjar voru helstu afleiðingar þeirra. En ekki verður rætt um tildrög þess að Áfengisverslun ríkisins var stofnuð fyrr en í næsta kafla þó að efni skarist vissu- lega. Fljótlega eftir samþykkt bannlaganna var farið fram á undanþágur frá þeim. Til dæmis kom fram frumvarp þess efnis að ríkisstjórnin fengi heimild til þess að fytja inn áfengi til þess að geta staðið á viðunandi hátt að móttöku erlendra gesta, enda þyki viðtökur „ekki sæmilegar nema vín sé haft um hönd“. Þessi tillaga var snarlega felld. Öðru máli gegndi um þá tillögu að franski konsúllinn fengi undanþágu til þess að flytja inn áfengi til eigin nota, en ríkisstjórn Frakka fór fram á að slík undanþága yrði veitt, fyrst árið 1912. 240 Konsúllinn ritaði Stjórnarráðinu bréf sumarið 1913 og bar sig illa sökum þess að vínföng hans væru þrotin, enda kvaðst hann hafa haft þann sið „að neyta víns daglega, og hefi svo gert frá blautu barnsbeini.“ Í bréfi sínu sagði konsúllinn jafnframt: „Jeg neyðist því til alt í einu að láta af matarhæfi, sem jeg hef alla tíð vanizt, og það, sem er sárara, að sjá konu mína og börn svift því, sem jeg er sannfærður um að þeim er gott og gagnlegt.“ 241 Danski utanríkis- ráðherrann benti Íslendingum vinsamlega á að ef til vill mætti líta til þess að franska stjórnin hefði reist spítala í Reykjavík sem Íslendingar hefðu aðgang að. Í því ljósi væri ekki óeðlilegt að samþykkja umrædda beiðni. 242 Harðar deilur urðu á Alþingi og í samfélaginu um þessa beiðni og var henni í fyrstu hafnað; m.a. var bent á að hætta væri á að undanþágan skapaði „misrjetti og óánægju“. Allir mundu keppast við að „komast í boðin hjá franska sendiræðismanninum, þar sem vín er á boðstólum, en ekki líta við boði frá enska ræðismanninum eða þýzka“, sagði Sigurður Eggerz alþingismaður. 243 Niðurstaðan varð þó sú að frumvarp þessa efnis var samþykkt 1913. Það heimil- aði sendiræðismönnum „framandi ríkja … að flytja frá útlöndum einu sinni á ári hæfilegan áfengisforða til heimilisþarfa sinna fyrir eitt ár í senn, þó ekki yfir 800 lítra á ári, hverjum þeirra.“ 244 Rökin voru m.a. þau að um væri að ræða „kurteisisbeiðni frá fjölmennri og ríkri þjóð [Frökkum] til okkar smæl- ingjanna og fátæklinganna“ og væri vart kurteislegt að hafna þeirri beiðni. 245 Konsúllinn hafði farið fram á að fá 600–700 lítra en sem fyrr segir var ákveðið að setja mörkin við 800 lítra, svo að segja má að þar hafi Íslendingar sýnt nokkra rausn. Björn Þorláksson alþingismaður var ötull við að stoppa í öll göt er vörðuðu lög um aðgang að áfengi. Hann var flutningsmaður tillagna um ýmsar breyt- ingar á bannlögunum á Alþingi árið 1915 með hlið- sjón af þeirri reynslu sem þá var komin á þau. Með breytingatillögum sínum vildi Björn setja undir alla leka. Að tillögu hans voru sektir vegna banns við til- búningi áfengra drykkja hækkaðar mikið og hann hafði einnig frumkvæði að því sett var nýtt ákvæði sem bannaði að breyta ódrykkjarhæfum vökvum sem innihéldu vínanda þannig að þeir yrðu drykkjarhæfir, „sjerstaklega suðuspiritus, politur og þess konar“ eins og Björn orðaði það. Einnig voru gerðar breytingar sem snertu áfengisbirgðir skipa. Þær bar nú að inn- sigla er skip kæmu til landsins og mátti ekki opna þær aftur fyrr en skipið færi frá síðustu höfn. Þó Séra Björn Þorláksson (1851–1935), um tíma alþingismaður og ákafur bannmaður. 67

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==