Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

á skipan sem Íslendingum væri „samboðnari sem frjálsri þjóð“. Árið 1917 lögðu þeir fram frumvarp þar sem kveðið var á um að stjórnvöld ein hefðu leyfi til að flytja inn áfengi, tækju af innflutningnum hæfileg- an toll og afgreiddu áfengi eftir pöntunum. Almenn útsala á áfengi yrði einungis í þeim sveitarfélögum og kaupstöðum sem þess óskuðu, að undangenginni atkvæðagreiðslu, og yrði salan þá í höndum hins opinbera. 252 Flutningsmenn rökstuddu frumvarpið með því að bannlögin væru þverbrotin og stór hluti þjóðarinnar virti þau að vettugi. Því væri skynsamlegt að leyfa innflutning á þeim drykkjum „sem hollastir eru og óskaðlegastir“ í þeirri von að menn „hætti að drekka þá skaðræðisdrykki, sem ýmsir leggja sér til munns“. 253 Málstaður andbanninga hlaut ekki hljómgrunn á Alþingi 1917. Á þessu þingi voru hins vegar samþykkt ný heildarlög um aðflutningsbann á áfengi; gerðar voru nokkrar minni háttar breytingar á sjálfum bann- lögunum en auk þess felld inn í þau lög sem fjölluðu um tengd efni. Með breytingunum varð m.a. heimilt að flytja inn vökva sem innihéldu áfengi, t.d. hár- meðul, ilmvötn og eldsneyti, en þeir skyldu þó áður gerðir óhæfir til drykkjar. Þá voru hegningarákvæði skerpt og breytt lítillega ákvæðum um vínbirgðir ein- stakra manna en þeim bar nú að gefa skýrslu um hver áramót um birgðastöðu sína. 254 Enn komu bannlögin til umræðu árið 1919. Þá var lögð fram þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu í bannmálinu og stofnun ríkiseinkasölu fyrir áfengi. Flutningsmaður tillögunnar, Sigurður Stefáns- son, kvað hana flutta sökum þeirrar slæmu reynslu sem væri af bannlögunum, enda hefðu lögin leitt til verstu lögleysu. Væri ástandið svo slæmt að „þegar degi hallar úir og grúir á götum bæjarins af ölvuðum mönnum“. 255 Ekki hlaut þessi tillaga þó stuðning á Alþingi. Reglur um sölu áfengis á bannárunum Þegar bannlögin höfðu tekið gildi þurfti að fara að huga að framkvæmd þeirra. Eitt fyrsta atriðið hlaut að vera að ráða umsjónarmann áfengiskaupa. Margir umsækjendur voru um stöðuna, þar á meðal hámenntaðir lögmenn, en ráðherra ákvað að skipa bókhaldara frá Ólafsvík í embættið, Jón A. Egils- son að nafni. Hann tók til starfa 1. janúar 1912 og var með 600 króna árslaun. Jón hafði aðsetur á Hótel Íslandi fyrstu mánuðina en flutti síðan skrif- stofu sína í Bankastræti. 256 Samkvæmt erindisbréfi umsjónarmanns áttu þeir sem rétt höfðu til að panta Steingrímur Matthíasson læknir um drykkjusiði í bannlöndunum Bandaríkjunum og Íslandi „Amerískur sjentlimaður drekkur sig ekki út úr á almannafæri heldur fer hann í einrúm og lokar dyrunum. Eða margir leggja lag sitt saman og ljúka fylliríi sínu af að nóttu til, án þess að aðrir sjái til en portkonur og nætur- svallarar. Þetta er að vísu viðkunnanlegra en hjer hjá okkur, þar sem fyrir kemur að jafnvel lærðir menn og lagaverðir leggja saman dag og nótt, og drekki sig út úr, almenningi til viður- styggðar en aumingjum til eftirbreytni.“ Steingrímur Matthíasson, „Bannið í Bandaríkjunum“, 2 Andbanningar opna skrif- stofu í Reykjavík árið 1917 til þess að vinna að því að áfengisbanni verði aflétt. Auglýsing í Morgunblaðinu 13.5.1917. 69

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==