Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

áfengi (lyfsalar, héraðslæknar, smáskammtalæknar, prófastar þjóðkirkjunnar og forstöðumenn annarra kirkjudeilda, stjórnendur eða eigendur iðnfyrirtækja, efnarannsóknarstofa eða náttúrugripasafna) að hafa samband við umsjónarmanninn og tilgreina tegund og magn áfengis, af hverjum ætti að kaupa það og hvenær það skyldi flytjast til landsins. Í framhaldi af því bar umsjónarmanni að senda pöntunina, taka á móti henni er hún kæmi til landsins og sannreyna að allt væri í samræmi við það sem um var beðið. 257 Eftir að bannið tók gildi og fækka tók flöskunum frá því fyrir bann, jókst mjög ásókn í áfengi hjá þeim sem gátu útvegað vökvann dýrmæta. Algengast og þægilegast var að sækjast eftir áfengi hjá læknum og þykjast vera veikur – og þurfti ekki alltaf til, því að læknar sáu í gengum fingur við menn. Sumir höfðu jafnvel útgáfu lyfseðla fyrir áfengi að féþúfu, eins og síðar verður rætt nánar. En margir aðrir áttu einnig rétt á að fá áfengi vegna starfsemi sinnar, svokallað iðnaðaráfengi, en reglur um það voru óglöggar í fyrstu. Þeir sem sneru sér til lækna til þess að fá áfengi þurftu að fá lyfseðla fyrir tilteknum áfengisskammti úr lyfjabúð en þeir sem notuðu iðnaðaráfengi þurftu áfengisbók hjá lögreglustjóra eða sýslumanni fyrir úttekt úr lyfjabúð og síðar áfengisverslun. Læknar og lögreglustjórar stýrðu því í raun framboði á áfengi að verulegu leyti. Meðan bannlögin voru í gildi voru settar fjölmargar og flóknar reglur um þetta hvort tveggja og þær urðu sífellt strangari, enda fór ekki fram hjá neinum að áfengi átti greiða leið inn í landið þrátt fyrir bann. Þessar reglur eru ræddar hér á eftir. Iðnaðaráfengi Rúmu ári eftir að bannlögin tóku að fullu gildi var sett reglugerð (26. febrúar 1916) um sölu á svonefndu iðnaðaráfengi. Samkvæmt reglugerðinni áttu þeir sem rétt höfðu á áfengi „til iðnþarfa eða vísindalegra afnota“ að fá áfengisbók hjá umsjónarmanni áfengis- kaupa eða lögreglustjórum úti um land. Þessi stjórn- völd áttu að kanna „hve mikið beiðandi þurfi um árið til iðnaðarþarfa eða vísindalegra afnota“. Í áfengis- bókina átti síðan skrá það magn sem bókarhafa var heimilt að fá, hversu mikið magn væri afhent í hvert skipti, tegund áfengis, tilgang með notkun þess og tímasetningu. Á sex mánaða fresti bar umsjónar- manni áfengiskaupa síðan að gefa Stjórnarráðinu skýrslu um fjölda áfengisbóka og magn áfengis sem afhent hefði verið. 258 Í ársbyrjun 1918 þótti ljóst að farið hefði verið verulega á svig við reglugerðina og mun fleiri fengið áfengisbækur og heimild til að kaupa áfengi en eðlilegt væri. Til þess að skýra afstöðu stjórnvalda til reglugerðarinnar gaf Jón Magnússon ráðherra út stjórnarráðsbréf fyrir bæjarfógeta og sýslumenn. Í bréfinu voru leiðbeiningar um hverjir ættu að fá heimild til kaupa á iðnaðaráfengi og hversu mikið, og ekki síður hverjir ættu ekki að fá slíka heimild. Í bréfinu er til dæmis nefnt að bókbindarar hafi ekkert með hreinan vínanda að gera, þeir geti notað suðu- spritt, og málarar hafi ekki heldur neina þörf fyrir hreinan spíra. Gullsmiðir og úrsmiðir þyrftu hins vegar að nota smávegis af hreinum vínanda en alls ekki trésmiðir eða vélsmiðir, hvað þá prentarar, og þannig er haldið áfram að greina á milli verðugra og óverðugra. Í stjórnarráðsbréfinu voru sýslumenn og fógetar síðan brýndir til að hafa hendur í hári þeirra sem hefðu „misbrúkað áfengisbækur“ og láta þá sæta ábyrgð. 259 Þótt reglurnar væru hertar munu þær hafa verið þverbrotnar eftir sem áður, eins og Sigurður Hjör- leifsson Kvaran læknir og alþingismaður lýsti: Það hefir gengið svo, að bækur þær, sem láta átti út áfengið eftir, hafa verið virtar að vettugi, en í stað þess gengið seðlar frá lögreglustjór- unum með stimpli sýslumannsembættisins á. Frá sumum þeirra hefir áfengið flóð út um hjeraðið, einkum ef læknirinn var íhaldsamur um þá greiðvikni að hjálpa um einhverja hress- ingu, og það er drjúgur sopi, sem jeg, sem einn af hjeraðslæknum landsins, hefi orðið að láta úti á þennan hátt. 260 70

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==