Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

hluta, og getur það án þess að neytendum vörunnar verði það tilfinnanlegt.“ 356 Í nefndarálitinu kom fram að ekki væri viðeigandi að gera sér áfengi að féþúfu, enda væri Ísland bannland og áfengi fyrst og fremst ætlað til lækninga. Því færi illa á því að hafa umsýslu með tóbak og áfengi undir sama hatti. 357 Niðurstaðan varð því sú að ákvæði um áfengi voru tekin út úr frumvarpinu og stofnuð Tóbakseinkasala ríkisins. Til álita kom að tóbakseinkasalan yrði deild í Lands- versluninni sem komið hafði verið á fót á stríðsár- unum til þess að flytja inn helstu landsnauðsynjar. Framsóknarmenn og jafnaðarmenn studdu til dæmis þá hugmynd. 358 Af því varð þó ekki, að minnsta kosti ekki formlega. Ekki voru allir á eitt sáttir um nauðsyn þess að stofna einkasölu á tóbaki. Magnús Jónsson alþingis- maður benti m.a. á að engar sérstakar ástæður knýðu á um stofnun slíks fyrirtækis, hvorki væri um að ræða hringamyndun á þessu sviði hér á landi né knýjandi þörf á að birgja landið upp af nauðsynjavörum. Miklu nær væri að afla tekna með því að hækka tolla á tóbaki en að „hrinda af stað umsvifamiklu verslunarbákni“. Magnús taldi fyllstu ástæðu til að óttast að með stofnun fyrirtækisins væri verið að „íþyngja lands- sjóði að óþörfu, með skrifstofukostnaði, mannahaldi og fleiru“. 359 Aðrir bentu á að ríkiseinkasala væri lík- leg til að bjóða verri vörur en kaupmenn, hætta væri á umtalsverðri rýrnun í stóru fyrirtæki og verulegum verðhækkunum þar sem ríkiseinkasala væri óþarfa milliliður. Stuðningsmenn einkasölu blésu þó á þessi rök. 360 Sem fyrr greinir varð ekkert af því að áfengissala yrði innan vébanda lyfjaverslunar á vegum ríkisins. Því var flutt sérstakt frumvarp um einksölu á áfengi sem samþykkt var sem lög á Alþingi árið 1921 en þau tóku gildi 1. janúar 1922. Samkvæmt lögunum mátti enginn nema ríkisstjórnin flytja inn áfengi, þ.e. drykkjarhæfan vökva sem innihélt meira en 2,25% af vínanda, frá 1. janúar 1922. Undanskildir voru þó sendimenn erlendra ríkja sem höfðu fengið undaþágu til þess frá bannlögunum eins og fyrr getur. Áfengið mátti selja lyfsölum og læknum sem höfðu heimild til sölu á lyfjum og „öðrum þeim er bannlög heimila“. Áfengi til iðnaðar átti einnig að selja á vegum verslun- arinnar. Áfengisverslunin var fyrst og fremst heildsala er hún tók til starfa, enda vart til að dreifa neinum almennum kaupendum er lögin voru samþykkt. Sam- kvæmt lögunum átti ríkisstjórnin að skipa mann til að veita versluninni forstöðu og var tilskilið að hann hefði lyfsalapróf, enda var honum einnig ætlað að hafa eftirlit með lyfjabúðum í landinu. 361 Áfengisverslun ríkisins var fyrsta einkasölufyrir- tæki hér á landi sem ekki var stofnað vegna neyðar- ráðstafana á stríðstímum en um svipað leyti hófst starfræksla tóbakseinkasölunnar. Síðar átti þessum fyrirtækjum eftir að fjölga eins og nánar verður reifað í öðru samhengi. 362 Þess má geta að í Noregi var stofnuð einkasala á áfengi árið 1922 þannig að frænd- þjóðirnar tvær voru býsna samtaka á þessu sviði. 363 Spánarvínin Stofnun Áfengisverslunar ríkisins hefur oft verið tengd við innflutning á Spánarvínunum svokölluðu, þ.e. að gerð var sú undanþága frá bannlögunum að heimila innflutning á vínum sem ekki hefðu meira en 21% af vínanda að rúmmáli. Sú ályktun á þó ekki við rök að styðjast. Stofnun Áfengisverslunarinnar var einkum til þess hugsuð að koma betra skikki á inn- flutning áfengis, vöru sem ekki var ætluð til neyslu nema sem lyf. Hins vegar hlaut Áfengisverslunin einnig að taka að sér sölu á Spánarvínunum eftir að innflutningur þeirra var heimilaður. Aðdragandi þess að gerð var undanþága frá bannlögunum var sá að sumarið 1921 sagði ríkis- stjórn Spánar upp öllum þágildandi verslunarsamn- ingum við erlend ríki, þar á meðal við Ísland og Danmörku, og lét jafnframt í ljósi að „samningur- inn yrði ekki endurnýjaður við Ísland, nema því að eins að aðflutningsbannlögin yrðu upphafin að því er snertir spönsk vín, sem ekki hefðu hærri áfengis- styrkleik en 21%.“ Eins og áður var getið, kom það fram í aðdraganda þess að bannlögin voru sett, að hætta væri á að svona gæti farið. Íslenska ríkis- 97

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==