Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

stjórnin, danska utanríkisráðuneytið, danski sendi- herrann á Spáni og Gunnar Egilson, umboðsmaður ríkisstjórnarinnar á Spáni, reyndu að fá þessari ákvörðun Spánverja hnekkt. Þegar Gunnar Egilson kom til Madrid í júlíbyrjun 1921 var ástandið þannig að „Spánverjar hótuðu hæsta tolli, nema því að eins að stjórnin legði fyrir Alþingi frv. um breytingu bannlaganna og Alþingi væri búið að samþykkja það frv. fyrir 20. sept. Lengri frest vildu þeir ekki gefa og hefði þá orðið að kalla saman aukaþing“. 364 Skiljanlega þótti Íslendingum þetta hart aðgöngu en þrátt fyrir tilraunir sendimanna fengust aðeins lítilsháttar tilslakanir. Einungis tókst að endurnýja viðskiptasamninginn til bráðbirgða, „með því skil- yrði, að ráðuneytið skuldbindi sig til að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um takmarkanir á aðflutn- ingsbannslögunum“. 365 Íslendingar féllust á að leggja fram á Alþingi frumvarp um breytingu á bannlög- unum að því er varðaði vín sem hefði minna en 21% áfengisinnihald „með þeim skilyrðum að frestur fengist til næsta reglulegs Alþingis, að stjórninni væri heimilt að setja reglur um innflutninginn og að Spánverjar veittu bestu tollakjör á íslenskum salt- fiski“. Reyndist sérstaklega erfitt að fá Spánverja til að fallast á síðastnefnda atriðið. Með þessu móti fékkst frestur með bestu tolla- kjörum til 15. mars 1922 að því tilskildu að íslenska ríkisstjórnin legði fram frumvarp um breytingu á bannlögunum. 366 Litlu breytti að Sveinn Björns- son sendiherra og Einar Kvaran rithöfundur voru einnig sendir til Spánar 1922 til að reyna að ná fram aðgengilegri skilmálum fyrir íslensku ríkisstjórnina. En Spánverjar reyndust ófáanlegir til að bíða eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi, veita lengri fresti eða fallast á tillögu um að Íslendingar keyptu af þeim tiltekið magn af víni án skuldbindinga um að selja það innanlands. Eina tilslökunin sem Spánverjar veittu var sú að þeir létu gott heita að Alþingi frestaði framkvæmd bannlaganna um eins árs skeið að því er varðaði vín sem hefðu minna en 21% áfengisstyrk- leika. En endanlega ákvörðun yrði Alþingi að taka 1923. 367 Uppáklæddir herramenn njóta áfengra drykkja á þriðja áratug 20. aldar, trúlega Spánarvín í boði. 98

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==