Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Önnur þingsályktunartillaga um skömmtun áfengis kom fyrir sama þing. Samkvæmt henni skyldu gefnar út „áfengisbækur á svipaðan hátt og orlofs- eða vegabréfabækur“. 569 Hvorug tillagan hlaut afgreiðslu á alþingi 1946–1947 en á næsta þingi höfðu þær verið sameinaðar í eina „um ráðstafanir til að draga úr áfengisnautn“. 570 Hana dagaði uppi á þinginu líkt og aðrar tillögur sem hnigu í þessa átt. Í gagnstæða átt miðaði tillaga frá Sigurði Bjarna- syni (Sjálfstæðisflokki), Steingrími Steinþórssyni (Framsóknarflokki) og Sigurði E. Hlíðar (Sjálfstæðis- flokki) „um ölgerð og sölumeðferð öls“ 1947. Í því fólst að fjármálaráðherra gæti veitt leyfi til áfengrar ölgerðar til 10 ára í senn, en þó mætti ekki leyfa sterk- ari ölgerð en næmi 4% af áfengi að vigt. Tilgangur frumvarpsins samkvæmt greinargerð var „að draga úr hinni miklu neyzlu sterkra drykkja“ og afla ríkis- sjóði tekna „til framkvæmda í aðkallandi menningar- málum“. Var m.a. vísað til reynslu styrjaldaráranna af ölbruggun fyrir erlenda herliðið sem dvaldi þá á Íslandi. „Þótti það góð vara, og féll hinum ölvönu útlendingum vel í geð“. Bent var á fordæmi frá Norðurlöndum, Þýskalandi og Englandi, en þar stæði „þessi iðnaður á gömlum merg, og framleiðsla hans nýtur mikilla vinsælda. Öli er þar skipað á bekk með sjálfsögðum neyzluvörum.“ 571 Frumvarpiðmætti töluverðri andstöðu, ekki aðeins á alþingi heldur „frá kvenfélögum og fleiri samtök­ um“. 572 Pétur Ottesen hafði ekki skipt um skoðun frá 1934 og benti á að „svo er mikið hægt að drekka af t.d. áfengum bjór, að menn geta fengið þar eins mikið alkóhól í sig sem úr venjulegu brennivíni, „svarta dauða“. 573 Sigurður Bjarnason benti á að skv. skýrslum væri drukkið mun minna af sterkum vínum á mann í Danmörku en á Íslandi, en heildarmagn áfengis væri svipað og minnti á „þá staðreynd læknavísindanna, að því þynnra sem áfengið er, því skaðminna sé það“. 574 Þessum rökum var ekki vel tekið af læknum á alþingi. Katrín Thoroddsen (Sósíalistaflokki) taldi fráleitt „að draga þá ályktun af þessari staðreynd, að kunnáttu- menn á sviði lífeðlisfræði séu af þeim sökum þeirrar skoðunar, að sá kostur sé líklegastur til að draga úr ofdrykkju, að áfengt öl sé alltaf á boðstólum“. 575 Sig- fús Sigurhjartarson vitnaði í skýrslur sem sýndu að áfengisneysla væri um 69% meiri í Danmörku en á Íslandi og Páll Þorsteinsson (Framsóknarflokki) benti á að á Íslandi hefði aukin ölneysla farið saman við aukna neyslu á sterkum drykkjum árin 1941–1945. 576 Þetta frumvarp dagaði einnig uppi í nefnd og virtist komin upp ákveðin pattstaða í áfengismálum. Hvorki bannmenn né andbanningar virtust geta knúið fram verulegar breytingar á áfengislögum. Þegar hér var komið sögu ákváðu bannmenn að blása til stórsóknar og lögðu fyrir þingið 1948–1949 tillögu um þjóðaratkvæði um innflutnings-, fram- leiðslu- og sölubann á áfengum drykkjum. Var til- lagan sem fyrr flutt af mönnum úr öllum flokkum og í greinargerð fyrir henni kemur fram að flutnings- mönnum finnist óhjákvæmilegt að fela þjóðinni sjálfri, alþingiskjósendum við leynilega atkvæðagreiðslu að láta í ljós álit sitt um, hverri hinna tveggja meginstefna í þessu máli beri að fylgja, varnarstefnunni, sem legg- ur bann við innflutningi og tilbúningi áfengra drykkja, eða áhættustefnunni, sem löghelgar áfengissölu og takmarkalaust vínflóð um allar byggðir landsins. En eftir þessari stefnu er nú málum þessum stýrt, eins og kunnugt er. Annars töldu flutningsmenn „hætt við, að áfram ríki á Alþingi það sama ófremdarástand og aðgerða- leysi í þessum málum, sem auðkennt hefur þann feril allan nú að undanförnu.“ 577 Reyndist meirihluti fjárveitinganefndar meðmæltur þessari tillögu, en minnihlutinn andvígur, enda væri nú þegar „alger- lega á valdi ríkisstjórnarinnar að draga úr áfengis- sölu og innflutningi áfengra drykkja“. 578 Þetta frum- varp dagaði uppi á þinginu eins og önnur um þetta efni. Áður en frumvarpið kom fram hafði Stórstúka Íslands staðið fyrir þeirri nýbreytni að gerð var skoð- anakönnun um afstöðu fólks til áfengisbanns þar sem fram kom að 58% landsmanna væru hlynnt áfengis- Pétur Ottesen (1888–1968), alþingismaður 1916–1959. 149

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==