Engin venjuleg verslun - Annar hluti

banni en 42% gegn banni eða óákveðin. Í Reykjavík voru hins vegar 36% hlynnt banni en 64% gegn banni eða óákveðin. 579 Áróður gegn áfengisneyslu virðist eftir sem áður hafa haft sín áhrif. Verulega dró úr áfengisneyslu árin 1947–1952 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 580 Þrengingar í efnahagsmálum kunna einnig að hafa átt þar hlut að máli. Hitt er ljóst að alþingismenn skiptust í tvö horn varðandi framtíðarskipan áfengismála og vildu ýmist herða á bannstefnu eða ganga lengra í ýmiss konar rýmkun á reglum um áfengissölu. Undi hvorugur hópurinn við sitt en lítið varð að gert. Veitingastaðir og vínveitingar Enda þótt samdráttur væri í heildaráfengisneyslu árin 1947–1951, jókst áfengissala til veitingahúsa í Reykja- vík verulega. 581 Þetta gerðist þrátt fyrir að í raun væri aðeins einn veitingastaður í Reykjavík, og raunar á öllu landinu, sem hafði fast vínveitingaleyfi. Það var Hótel Borg sem hafði haft einkaleyfi á vínveitingum frá 1930 og var því sjálfkrafa helsti vínveitingastaður landsins. 582 Það þótti viss ljóður á ráði fínasta gististaðar landsins að þangað hópuðust menn sem þótti sopinn góður og gátu gestir og starfsfólk átt von á því að hafa ekki frið fyrir drukknum mönnum sem settust upp á fólk. Iðulega þurfti að kalla á lögreglu til þess að fjarlægja slíka menn. 583 Útlendingar, sumir „tignir gestir“, munu hafa haft orð á því að þeir væru óvanir drykkjuskapnum sem bar fyrir augu í veitingasölum hótelsins og fordyri þess. 584 Því var haldið fram að í öðrum veitingahúsum drykkju menn áfengi „í ræst- ingaklefum eða skúmaskotum, eða fara til þess út í húsasund“. 585 Til að koma til móts við aðra veitingamenn var beitt ákvæði í reglugerð þar sem sagði að félögum og samtökum af ýmsu tagi mætti veita sérstakt leyfi til Á barnum um borð í Gullfossi á sjötta áratug 20. aldar. 150

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==