Engin venjuleg verslun - Annar hluti

við hlið hinnar löglegu. Árið 1951 fluttu sjómenn löglega inn sterka drykki sem svaraði 75,6% af því áfengismagni sem ÁVR seldi af viskíi, og öl sem sam- svaraði tæplega þreföldu magni borðvínssölu á vegum Áfengisverzlunarinnar. 598 Hugsanlega hefur eitthvað af þessu áfengi ratað á almennan markað. Þá var nokkuð um smygl, en erfitt er að fá áreiðanlega vitn- eskju um það, þótt einhverjar vísbendingar megi fá úr gögnum tollgæslunnar um ólöglega innflutt áfengi og tóbak sem gert var upptækt. Á árunum 1953–1958 varð t.d. veruleg aukning á því áfengismagni sem gert var upptækt, miðað við árin á undan og eftir. 599 Margir höfðu áhyggjur af leynivínsölu í leigubílum, eða „góðum bílum“ eins og þeir voru síðar nefndir, en mikið hafði verið um slíka starfsemi á bannárunum. Hinn 6. mars 1951 var bætt inn í áfengislög greinum þar sem þetta var bannað sérstaklega. Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að Við barinn í Þjóðleikhús- kjallaranum. 152

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==