Engin venjuleg verslun - Annar hluti

[á]fengissala í leigubifreiðum er nú orðin svo víðtæk, að til vandræða horfir. Bifreiðar með birgðir áfengis eru kvöld og nætur fyrir framan helztu skemmtistaði og láta falar ýmsar tegundir áfengis fyrir okurverð. Vitanlegt er, að menn geta keypt áfengi því nær allan sólar- hringinn hjá ýmsum bifreiðastjórum leigu- bifreiða, annaðhvort í bifreiðunum sjálfum eða fengið áfengið sent heim. Mjög er farið að bera á því, að slíkar bifreiðar koma á skemmtanir út um sveitir og selja þar áfengi. Má segja, að leigubifreiðarnar séu akandi ólöglegar áfengis- búðir, sem leita uppi kaupendurna. 600 Ný lög komu þó ekki í veg fyrir leynivínsöluna og hélt lögreglan áfram að gera skyndileitir í leigubílum og finna þar áfengisflöskur næstu árin. 601 Ef marka má skáldsögur frá þessum tíma voru það almælt sannindi að leigubílstjórar stunduðu sprúttsölu. 602 Sumir vildu raunar meina að leynivínsala í leigu- bílum tengdist því að lög um vínveitingaleyfi væru ófullnægjandi. Í þeim hópi var m.a. Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra. Að hans mati var óumflýjan- legt meðan vín er flutt til landsins og meðan ríkið annast vínsölu í jafnríkum mæli og raun ber vitni um, þá held ég, að ekki verði um það deilt, að einhverjar betri reglur verði að vera í lögum um þetta heldur en nú eru, sem í senn eru ákaf- lega hæpnar efnislega og allsendis ómögulegt að framfylgja af hálfu löggæzlunnar. 603 Ljóst var að breyting á vínveitingaleyfum yrði hluti næstu áfengislaga, en jafnframt var óhjákvæmilegt að tekist yrði á um gömul deilumál tengd áfenginu, s.s ölgerð og héraðsbönn. Sá slagur átti eftir að verða harður. Ný áfengislög – tekist á um bjór og vínveitingar Á Alþingi 1950–1951 flutti Sigurður Bjarnason þingsályktunartillögu um endurskoðun áfengislög- gjafarinnar til að stuðla að „hóflegri og skynsamlegri meðferð áfengra drykkja“, en af tillögunni og greinar- gerð mátti ráða að jafnframt ætti að hefja framleiðslu og sölu á áfengu öli. 604 Endurskoðun áfengislaganna virtist njóta nokkurs fylgis, en þó ekki endilega í þá átt sem Sigurður lagði til. Einhver stuðningur var þó við tillögu Sigurðar, sem sést m.a. á því að Stúdenta- félag Reykjavíkur samþykkti áskorun á ríkisstjórnina um að endurskoða áfengislöggjöf og gera tilraunir með framleiðslu og sölu á áfengu öli. 605 Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að endurskoða áfengislöggjöfina og sátu í henni Gústav A. Jónasson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Jóhann G. Möller forstjóri Tóbakseinkasölunnar, Pétur Daníelsson hótelstjóri, Ólafur Jóhannesson prófessor og Brynleifur Tobíasson áfengismálaráðu- nautur. Lagði nefndin í mikla vinnu við að kynna sér stöðu áfengismála á landinu, afla gagna um neyslu og kynna sér stöðu mála í nágrannalöndum. Var nefnd- armönnum greinilega ljóst að við pattstöðunni yrði ekki hróflað nema vandað yrði til verksins. Meðal þess sem nefndin tók til bragðs var að senda spurningalista til málsmetandi aðila – opin- berra starfsmanna og fyrirsvarsmanna félagasamtaka – „sem líklegt þótti, að rækilega hefðu hugleitt þessi mál eða hefðu vegna starfa síns eða af öðrum ástæð- Auglýsing frá Áfengis- varnarnefnd til að sýna í kvikmyndahúsum, um 1950. 153

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==