Engin venjuleg verslun - Annar hluti

um sérstaklega náin kynni af vandamálum í sam- bandi við meðferð áfengra drykkja“. Aðeins rúmur helmingur aðspurðra sendi nefndinni svör, en meiri- hluti þeirra sem tóku afstöðu vildu öflugri hömlur á sölu áfengis. 606 Tillögur nefndarinnar gengu þó flestar í átt til rýmkunar. Þannig kom fram í 1. grein að tilgangur laganna ætti að vera að stuðla að hóflegri neyslu áfengis og vinna gegn misnotkun. Algjört bann kom ekki til greina. Í 7. grein kom fram að veita mætti Áfengisverzlun ríkisins leyfi til að brugga áfengt öl, að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Á móti var dregið úr fyrirvörum ummilliríkjasamninga við Spánverja, sem notaðir höfðu verið til að hindra atkvæðagreiðslur um héraðabönn, og heimild til að stofna áfengisútsölu var takmörkuð við kaupstaði. Í 12. grein voru lagðar til miklar breytingar á ákvæðum um vínveitingaleyfi og dómsmálaráðherra gefin heimild til að veita veitingahúsum í kaupstöðum þar sem væri áfengisútsala vínveitingaleyfi að upp- fylltum vissum skilyrðum, einkum þeim að matsala væri á staðnum og að ekki væri greitt þjórfé af sölu áfengra drykkja. Jafnframt voru settar ýmsar hömlur á sölu, t.d. að bannað yrði að senda vín gegn póst- kröfu. Utan kaupstaða mætti veita vínveitingaleyfi ef talið væri að veitingahúsareksturinn væri aðallega fyrir erlenda ferðamenn. Leita skyldi umsagnar bæj- arstjórnar og áfengisvarnanefndar áður en slíkt leyfi væri veitt í kaupstað, en sýslunefndar utan kaupstaða. Í lögunum voru einnig ákvæði um gjöld fyrir áfengis- veitingaleyfi og eftirlit með áfengisveitingahúsum. Einnig var lagt til að staða áfengisvarnaráðunauts yrði fullt starf og að hluta af ágóða Áfengisverzlunar ríkis- ins yrði varið til áfengisvarna og byggingar drykkju- mannahæla. 607 Ekki var sátt innan nefndarinnar um öll atriði frumvarpsins. Brynleifur Tobíasson var andvígur 1. grein og sagði í áliti sínu „að hófdrykkju fylgir alltaf ofdrykkja“. 608 Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengt öl var málamiðlun þeirra sem vildu alls ekki Sjálfstæðishúsið við Austurvöll var vígt 3. maí 1946. Það varð síðar vinsæll skemmtistaður. 155

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==