Engin venjuleg verslun - Annar hluti

slíka heimild (Brynleifur Tobíasson) og þeirra sem vildu veita hana án skilyrða (Jóhann G. Möller og Pétur Daníelsson). Í máli Brynleifs kom fram að áfengt öl myndi auka drykkjuskap, ölknæpur kæmust á fót í bæjum og myndu þær draga mikið frá kaffi- húsum. Sagði Brynleifur m.a.: Hér eru þó víða þokkaleg og snyrtileg kaffihús, þar sem allt fer vel fram. En ölstofum í öllum löndum fylgir sóðabragur, eins og allir, sem hafa komið inn á þær, geta borið um. Það ligg- ur einhvern veginn í hlutarins eðli, að öli og ölþjóri fylgir slæmt loft og ruddalegir hættir. Umhverfið hefur djúptæk áhrif. Er mér nær að halda, að ruddaskapurinn mundi sízt minnka meðal vor, ef ölmennirnir fá sínu ógæfusam- lega máli framgengt. 609 Þá var Brynleifur ekki sáttur við 12. grein frum- varpsins þar sem hún útilokaði „afskipti borgaranna af vínveitingaleyfum með öllu“. 610 Málflutningur Brynleifs var að mörgu leyti í sam- hljómi við það sem bannmenn sögðu almennt um öldrykkju og áhrif hennar. Úr herbúðum þeirra sem vildu leyfa áfengt öl heyrðust líka iðulega glannalegar alhæfingar, t.d. að ekki væri „hægt að drekka sig fulla í öli“. 611 Ekki varð sátt um frumvarpið á Alþingi og vildi meirihluti allsherjarnefndar vísa því frá vegna þess „að þau félagasamtök, er vinna gegn áfengisnautn meðal landsmanna og afleiðingum hennar, voru ekki til kvödd“. 612 Stórstúka Íslands varaði sérstaklega við að leyfa bruggun öls og vísaði þar m.a. til reynslu Norðmanna. 613 Var frávísunartillagan samþykkt í efri deild með 8 atkvæðum gegn 7 og var stjórnarfrum- varpið þar með úr sögunni, en þó ekki til lengdar. Á næsta þingi var það lagt fram óbreytt að öðru leyti en því að ákvæðið í 7. grein um heimild til bruggunar áfengs öls, að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, var fellt niður. Þess í stað var tekið inn ákvæði um að ríkisstjórninni væri heimilt að leyfa tilbúning öls umfram 2,25% af vínanda að rúmmáli „til að selja hinu erlenda varnarliði hér á landi“. 614 Töluverð umræða varð um frumvarpið og margar breytingatillögur við það komu fram á þingi. Flestar gengu í þá átt að herða á reglum, enda væri æskilegt lokatakmark „að losna við áfengið úr landinu með löggjöf, sé önnur leið ekki fær“. 615 Þó voru sumir þingmenn, t.d. Lárus Jóhannesson (Sjálfstæðisflokki), á þeirri skoðun að best væri að „meðferð áfengis væri algerlega frjáls og það væri til sölu í matvöruverzl- unum eins og kaffi, te, tóbak og aðrar lítt nauðsyn- legar hressingarvörur“. 616 Á meðan lagafrumvarpið var til umræðu á Alþingi sættu gestir veitinga- og skemmtistaða bæjarins vín- banni, a.m.k. opinberlega. Lítið virtist þó draga úr neyslu áfengis þótt staðirnir ættu að heita vínlausir. Eftir dansleiki fundust allt upp í 70–80 tómar vín- flöskur og var drykkjuskapur síst minni en þegar húsin máttu veita vín. 617 Eftir harðar umræður á Alþingi voru ný áfengislög samþykkt árið 1954. Þau voru að ýmsu leyti fyllri en lögin sem áður giltu. Í 1. grein laganna var tilgangur þeirra nú sagður vera ,,að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem því er sam- fara.“ 618 Í lögunum voru skýrari ákvæði um áfengis- varnir en áður höfðu verið. Auk áfengisvarnanefnda í hverri byggð, en þær höfðu verið settar á laggir með lögunum 1935, var nú stofnað Áfengisvarnaráð sem kjörið skyldi af Alþingi, svo og embætti áfengisvarna- Auglýsing frá Áfengis- varnarnefnd til að sýna í kvikmyndahúsum, um 1950. 156

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==