Engin venjuleg verslun - Annar hluti

og líktust þá almennum dansstað með tilheyrandi hljómsveitum og skemmtiatriðum. Hins vegar fengu þau ekki að hafa opið lengur en til klukkan hálftólf á meðan vínlausu dansstaðirnir gátu boðið gestum sínum að dvelja innan dyra til klukkan eitt eftir mið- nætti, þó með því skilyrði að engum yrði hleypt inn eftir hálftólf. Til þess að öðlast vínveitingaleyfi þurftu staðir að standast strangar reglur. Aðeins staðir sem kölluðust „fyrsta flokks“ samkvæmt lögum máttu selja áfengi, en í staðinn þurftu þeir að sætta sig við styttri opnunartíma. Áfengislöggjöfin og takmarkaður opnunartími urðu til þess að sumir veitingamenn treystu sér ekki til þess að halda úti fullkomnum veitingastað. Þeir sem réðu ríkjum í Sjálfstæðishúsinu ætluðu t.d. í upphafi að selja veitingar allan liðlangan daginn. Ekki leið þó á löngu þar til þessu var hætt og reksturinn fólst aðallega í því að leigja sali hússins út til alls kyns mannfagnaða. 626 Árið 1960 var opnunartími vín- veitingahúsa rýmkaður og þau fengu leyfi til þess að hafa opið til klukkan eitt á föstudags- og laugardags- kvöldum en síðara kvöldið máttu vínlausu samkomu- húsin hafa opið til klukkan tvö. Þessar tilslakanir voru skemmtistaðirnir fljótir að nýta sér. 627 Miðvikudagskvöld voru svokölluð „þurr kvöld“ frá og með miðjum sjötta áratugnum en þá máttu vínveitingastaðirnir ekki selja áfengi. Miðvikudags- kvöld voru einnig stundum kölluð „Kanakvöld“ því þetta voru einu kvöld vikunnar sem bandarísku hermennirnir á Keflavíkurflugvelli máttu vera á almannafæri og þá aðeins til miðnættis. Oftast voru Vetrargarðurinn og Þórscafé opin þessi kvöld og því sóttu hermennirnir helst þangað. Þóttu þeir bera full mikið vín inn á skemmtistaðina en slíkt var stranglega bannað. Þegar nálgaðist helgi tók að lifna yfir skemmtanalífinu í bænum og glaumurinn náði hámarki á laugardagskvöldum, því sunnudagurinn var á þessum tíma eini almenni frídagur vikunnar. Þótti mörgum tilvalið að sletta úr klaufunum á laugardagskvöldum og sofa fram eftir daginn eftir. Skemmtanalífið fylgdi þó ekki aðeins vikudögunum, heldur einnig árstíðunum. Þannig lokuðu sumir Fjallað um „lausingjalýð“ næturklúbbanna í Alþýðu- blaðinu 7. nóvember 1954. 158

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==