Engin venjuleg verslun - Annar hluti

skemmtistaðir hreinlega yfir sumartímann vegna lítillar aðsóknar. 628 Á sjötta áratugnum átti fólk milli tektar og tvítugs ekki í mörg hús að venda í skemmtanalífinu. Krist- ján Albertsson lýsti ástandinu svo í blaðagrein 1951: „Á hverju kvöldi streymir æska Reykjavíkur inn í Miðbæinn, og ráfar þar um göturnar endalaust, og er í hálfgerðum vandræðum með sjálfa sig.“ 629 Með hverju nýju vínveitingaleyfi sem var úthlutað í sam- ræmi við áfengislögin frá 1954 fækkaði skemmtistöð- unum sem ungmenni undir tvítugu gátu sótt. Á dans- leikjum í nærsveitum Reykjavíkur var yfirleitt ekki eins strangt eftirlit og í bænum og því áttu ungmenni meiri möguleika á að komast þar inn. 630 Nætursamkvæmi í heimahúsum má m.a. rekja til þess hve opnunartími skemmtistaðanna hafði lengi verið takmarkaður. Ekki nægði öllum að skemmta sér til klukkan eitt eða tvö að og bar nokkuð á sam- kvæmum í heimahúsum eftir böll, eða „partíum“ eins og þau voru kölluð í daglegu tali. Sú gerð heimasam- kvæma sem setti svip sinn á skemmtanalíf Reykvík- inga á síðari helmingi 20. aldar festi rætur á árum síðari heimsstyrjaldarinnar samhliða hernáminu. Einnig átti áfengisskömmtun þátt í því að heima- Bandarískir hermenn á veitinga- og skemmti­ staðnum Lídó, Skaftahlíð 24, um 1960. 159

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==