Engin venjuleg verslun - Annar hluti

partíum óx fiskur um hrygg á stríðsárunum. Þá áttu sumir útlendingarnir greiðari aðgang að áfengi en Íslendingar en það mátti ekki drekka opinberlega. 631 Þar sem aðeins var hægt að kaupa og neyta áfeng- is á sárafáum veitingastöðum í bænum, og á tímabili hvergi, fór ekki hjá því að víndrykkjan birtist með öðrum hætti. Þeir sem versluðu í „Ríkinu“ urðu að kaupa stærri skammta en á veitingastöðunum, heilar eða hálfar flöskur. Talsvert bar á heimadrykkju og áfengisneyslu á götum úti. Ölvun var því tíðum áberandi á götum Reykjavíkur og áfengis neytt „í bílum, á ferðalögum, á götum úti, í skúmaskotum eða annars staðar, þar sem menn geta brugðið sér í skjól“. 632 Nokkrar helstu „búllur“ bæjarins voru í Hafnar- strætinu og þóttu „sannkölluð bæjarskömm“. Áfengis­ verzlunin rak þar vínbúðir fram yfir stríðslok og þar héldu svokallaðir „rónar“ gjarnan til en þeir sátu einn- ig oft á Austurvelli eða hvíldu lúin bein við hliðina á styttunni af Ingólfi á Arnarhóli. [Þ]að Hafnarstræti sem hér er átt við tak- markaðist að vestan af veitingastofu þeirri sem Kristín Dahlstedt rak við Tryggvagötu og var kölluð Dalakofinn, en að austan af veitingahús- inu Öldunni uppi í Traðarkotssundi, þar sem heiðurskonan Guðrún Halldórsdóttir réði ríkj- um. Allt þetta svæði höfðu rónarnir helgað sér eftir að stríðið hófst. Svona rækilega höfðu þeir fært út kvíarnar. Svona ötullega hafði þeirra Karthagó stundað landvinninga síðan í krepp- unni forðum að þeir stofnuðu sitt fátæklega borgríki á Steinbryggjuplaninu. Þetta voru miklir uppgangstímar. 633 Áfengismál komu mjög við sögu lögreglunnar. 160

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==