Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Þessir svonefndu „Hafnarstrætisrónar“ voru ekki ýkja margir, e.t.v. 20–25 á fyrri hluta sjötta áratugar- ins. 634 Þeir settu hins vegar svip sinn á miðbæinn og fór mjög fyrir brjóstið á mörgum bæjarbúanum að geta ekki gengið um höfnina og Hafnarstrætið „í friði fyrir hálf- og alfullum rónum“. 635 Ekki þótti borgar- prýði að því að knæpur röðuðu sér við höfnina því þar blöstu þær við ókunnugum mönnum sem komu sjóleiðis til bæjarins, bæði erlendum og innlendum. Hafnarstrætisknæpurnar voru taldar koma óorði á bæinn, ekki síst gagnvart landsbyggðinni og ekki voru þær alltaf fagrar lýsingarnar á þessum krám. Um Dalakofann, sem rekinn var 1937–1947 í Tryggvagötu 14, er ritað í Morgunblaðinu 1946 að þegar gengið væri framhjá henni gysi úr ógurleg pest, „sambland af brennivíni, öli og tóbaksreyk“. Inni heyrðist „bölv og ragn og skammaryrði“. Lögreglan væri þar tíður gestur og færi iðulega með máttlausa menn á milli sín, henti þeim upp í bíl og keyrði þá í fangelsið við Pósthússtræti. 636 Lögreglan þótti oft sýna litla röggsemi í sam- skiptum við „Hafnarstrætisrónana“ sem voru sagðir „ganga hér aftur hvern einasta dag árið í kring að kalla“. 637 Ekki átti lögreglan þó kost á því að halda þeim lengi í fangelsi og því voru þeir fyrr en varði komnir aftur út á göturnar. Úrræði fyrir þennan hóp voru ekki mörg. Tölur um lögreglu- og sakamál benda hins vegar til þess að verðir laganna hafi verið vel vakandi í sínu starfi. Allan fimmta áratuginn var t.d. ríflega helmingur lögreglumála tengdur áfengis- neyslu, oftast ölvun á almannafæri. 638 Yfirlit Lögleiðing áfengis á 4. áratugnum var áfall fyrir þá sem stutt höfðu áfengisbann og voru ánægðir með árangurinn af þeirri stefnu. Margir þeirra gerðu sér hins vegar von um að þetta væri aðeins tímabundið áfall og að aftur yrði hægt að koma á algjöru vínbanni. Sú krafa átti öflugan stuðning meðal góðtemplara, ungmennafélagshreyfingarinnar og fleiri grasrótar- samtaka. Raunar má ætla að mikill meirihluti lands- manna utan Reykjavíkur hafi aðhyllst þessi sjónarmið, líkt og verið hafði árið 1933. Reykvíkingar skáru sig úr. Meirihluti Reykvíkinga vildi ekki áfengisbann og sú staðreynd gerði það að verkum að krafan um bann náði aldrei verulegum þunga að nýju. Vægi Reykja- víkur innan samfélagins fór ört vaxandi á þessum tíma og stefna í áfengismálum varð að taka mið af því. Ekki voru allir gagnrýnendur áfengislaganna á því að þau þyrfti að herða. Sumir vildu rýmka lögin veru- lega og var þar í fyrirrúmi að leyfa áfengt öl í landinu. Hér skiptir augljóslega máli að ekki var talið stætt á að meina erlendum hermönnum aðgang að því, bæði á stríðsárunum og eftir að Bandaríkjaher kom til langdvalar 1951. Það var því hægt að nálgast bjór á landinu og ákveðinn hópur gat komist yfir þessa áfengistegund sem annars var bönnuð á Íslandi. Þetta ýtti undir kröfuna um lögleiðingu áfengs öls þótt and- staðan væri mikil, bæði á Alþingi og ekki síður meðal grasrótarsamtaka á sviði bindindismála, sem voru áhrifamikill þrýstihópur. 161

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==