Engin venjuleg verslun - Annar hluti

10. Starfsemi Áfengisverzlunar ríkisins til 1961 Í kjölfar þess að ný áfengislög voru sett 1935 jókst starfsemi Áfengisverzlunar ríkisins til muna. Fram- leiðsluvörum fjölgaði og má þar t.d. nefna þekktustu afurð ÁVR, íslenska brennivínið. En margt fleira var framleitt á vegum fyrirtækisins eins og áður hefur verið nefnt, t.d. hárvatn og bökunardropar. Fyrir- tækið verslaði ekki einungis með áfengi heldur einnig með lyf. Rekstrarhagnaður Áfengisverzlunarinnar var um 10% af heildartekjum ríkissjóðs fyrstu árin eftir að áfengisbann var afnumið en fór yfir 20% á stríðsár- unum. Ekkert annað fyrirtæki eða stofnun skilaði jafn miklu fé í ríkissjóð og því má halda fram að drjúgur hluti af opinberri uppbyggingu eftirstríðsár- anna á Íslandi hafi verið fjármagnaður með tekjum af áfengissölu. Þetta hlutverk Áfengisverzlunarinnar hefur iðulega verið vanmetið. Yfirbygging fyrirtækisins var alla tíð frekar lítil. Fram til 1945 var einungis ein áfengisútsala í Reykja- vík, starfsmenn voru tiltölulega fáir og stjórn fyrir- tækisins hvíldi á herðum fáeinna manna. Áfengisverzlun ríkisins var ekkert bákn, en starfsemi hennar hafði mikil og víðtæk áhrif – bæði bein og óbein. Án hennar hefði stjórnvöldum verið erfiðara um vik að standa fyrir ýmsum opinberum stórframkvæmdum sem einkenndu eftirstríðsárin og hefðu annars kallað á stóraukna beina skattheimtu. Sölureglur Samkvæmt fyrstu grein laga nr. 63 um einkasölu áfengis frá 1934 mátti ríkisstjónin ein flytja inn áfengi sem „í er meira en 2 1/4 % af vínanda að rúmmáli“ og ríkisstjórninni var einni heimilt „að flytja til lands- ins eða framleiða hér á landi ilmvötn, hárvötn, and- litsvötn, bökunardropa, kjarna (essensa) til iðnaðar og pressuger.“ 639 Merki Áfengisverzlunarinnar var á hverri einustu flösku sem verslunin afhenti kaupend- um. 640 Verslunin hafði leyfi til að leggja 25–75% á verð innfluttra vara, að meðtöldum tolli. Þegar Áfengisverzlun ríkisins var stofnuð var henni gert skylt að reka útibú í öllum kaupstöðum landsins, sem þá voru sjö talsins. Á hinn bóginn var sveitarfélögum sem síðar fengu kaupstaðarréttindi ekki skylt að leyfa opnun áfengisútsölu. Starfsemi áfengisverslananna var jafnan umdeild og á 6. ára- tugnum var nokkrum þeirra lokað að undangenginni atkvæðagreiðslu, eins og nánar verður rætt í 13. kafla. Forstöðumenn útibúanna voru í upphafi ráðnir af dómsmálaráðherra, en af fjármálaráðherra skv. reglugerð nr. 19/1935. 641 Þeir höfðu bein samskipti við forstjóra Áfengisverzlunarinnar og voru ábyrgir fyrir rekstrinum á sínu svæði. Verslunin í útibú- unum var þó aldrei nema brot af sölu Áfengisverzl- unarinnar í Reykjavík. Forstöðumönnum útibúa var skylt að færa sérhverja afhendingu í frumbækur og geta nafns kaupanda og dagsetningar í hvert skipti. Útsölustaðir voru lokaðir frá hádegi á laugardögum og fram á mánudag. 642 Í reglugerð frá 1954 kemur fram að afgreiðslutími útsölustaða skuli „aldrei vera lengri en almennra verzlana“ og að þeir skuli lokaðir á almennum helgidögum. 643 Strangar reglur voru um það hverjum mætti selja áfengi. Óheimilt var að selja það fólki sem var yngra Messuvín var lengi blandað hjá Áfengis- og tóbaksversl- un ríksins. Í blöndunni var rauðvín og oftast sérrí eða annað svipað vín. Styrkur áfengis í Messuvíninu var 18% eða svipaður púrtvíni. 162

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==