Engin venjuleg verslun - Annar hluti

bók um þetta, sem sé notuð í skólum landsins, og … að fræðsla um þessi mál sé ákaflega lítil“. 745 Meðal nýrri samtaka sem unnu að áfengisvörnum voru stúkurnar umdeildar, en fyrstu forystumenn AA-hreyfingarinnar hvöttu alkóhólista til að ganga í stúku, þótt raunar væru skiptar skoðanir meðal þeirra á því hvort stúkurnar gerðu ofdrykkjumönnum sem langaði til að hætta nokkurt gagn. 746 Um miðjan 7. áratuginn taldi Ólafur Þ. Kristjáns- son stórtemplar að góðtemplarareglan hefði átt erfiðara uppdráttar hin síðari ár. Greinilegt sé, að vissa aldursflokka vanti í raðir félags- manna, t.d. fólk á aldrinum 20–40 ára. Fund- arsókn er víða dræm, en þó mismunandi. All- margar stúkur virðast starfa lítið sem ekkert, þótt eigi hafi þær verið strikaðar út af skrá um starfandi félög. Stærsti vandinn var hnignandi ungmennastarf og skipti það miklu máli fyrir viðgang reglunnar því að samkvæmt skýrslum var „yfirgnæfandi meirihluti templara … börn og unglingar“. Starfsemi barna- og unglingastúkna hvíldi á herðum sjálfboðaliða „en reynslan sýnir, að þeim mönnum fækkar ár frá ári, sem gefa sig að slíkum sjálfboðastörfum.“ Að sumu leyti mátti kenna því um að æskulýðsstarf dreifðist nú á fleiri hendur en áður og því minni grundvöllur fyrir alhliða félags- og skemmtistarfsemi Góðtemplara- reglunnar. 747 Samfara minnkandi starfi virðist sjálfstraust templara einnig hafa farið minnkandi. Í tillögum til Fræðslubæklingar um áfengisvarnir frá 1969. Nýafstaðið Stórstúkuþing samþykkti hörð mótmæli gegn þeirri starfsaðferð Áfengisverzl- unar ríkisins, að afhenda gegn póstkröfum vín út um allt land. Er það þó ekki annað en bein afleiðing af héraðsbönnum þeim, sem stúkan beitti sér svo ákaft fyrir á sínum tíma og taldi þá öruggustu leiðina til þess að vinna bug á áfengisbölinu. Nú hafa Gúttar haldið þing - ég held nú svo sem að þeir skrítnu menn, er skilja ekki enn hvar skórinn kreppir að. Þeir heimtuðu eitt sinn héraðsbönn, og hátt gall þeirra tal. Þess afleiðingu allt í kring nú óðar banna skal. Þeir sáu allt í einu það, sem öðrum strax var ljóst, að nota má, ef mæðir á, til margra hluta, póst. ----- Það þykir mörgum ísjárvert og undarlegt í senn um þessa mætu menn, sem drekka hvorki leynt né ljóst við lúxus-bar né gegnum póst, hve svífur á þá senn. RÓRI Morgunblaðið 24. júní 1955 187

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==