Engin venjuleg verslun - Annar hluti

áfengismálanefndar alþingis 1965 er það álit Stór- stúku Íslands „að áfengissala og áfengisveitingar eigi engar að vera á landinu“ en jafnframt var viðurkennt „að skilyrði til þess, að svo megi vera, eru ekki fyrir hendi sem stendur“. 748 AA-samtökin AA-samtökin, sjálfshjálparsamtök alkóhólista, ruddu sér til rúms í Bandaríkjunum á 4. og 5. áratug 20. aldar og var fyrsti alþjóðlegi fundur samtakanna haldinn í Cleveland 1950. 749 Á þeim tíma munu nokkrir Íslend- ingar hafa haldið til áfengismeðferðar í New York og árið 1948 var boðað til blaðamannafundar í því skyni að stofna „Félag ónafngreindra áfengissjúklinga“ á Íslandi. Sú tilraun fór þó út um þúfur. 750 Stofnfundur AA-samtakanna á Íslandi var haldinn föstudaginn 16. apríl 1954. Föstudaginn sem boðað var til fundarins bar upp á föstudaginn langa og afmæli AA-sam- takanna á Íslandi miðast því við föstudaginn langa ár hvert. 751 Fjórtán manns mættu á stofnfund sam- takanna, en félögum fjölgaði hratt og um haustið eignuðust samtökin fastan samastað í Kvosinni. Í apríl 1959 fluttist svo öll starfsemi AA-samtakanna að Hverfisgötu 116, Reykjavík. 752 Í vetrarbyrjun stofn- árið 1954 voru félagar orðnir 80 og þurfti að skipta félagsmönnum í tvo flokka. Fyrsti formaður sam- takanna var Guðni Þór Ásgeirsson, en öll uppbygging íslensku AA-samtakanna var mjög á skjön við starfs- venjur bandarísku AA-samtakanna sem ekki setja sér slíka stjórn. 753 Fljótlega fengu AA-samtökin styrk frá Reykjavíkurbæ og varð hann að föstum árlegum styrk. Var það einnig ólíkt siðvenju slíkra samtaka í Bandaríkjunum. 754 Fyrst í stað var haldinn einn, en síðar tveir fastir AA-fundir í viku hverri. Fyrst í stað var starfsemi AA-samtakanna bundin við Reykjavík. Í félagsheimili AA-samtakanna við Hverfisgötu voru að meðaltali haldnir þrír fundir á viku um miðjan 7. áratuginn. AA-deild var svo stofn- uð á Siglufirði 1958, í Keflavík 1961 og í Vestmanna- eyjum 1965. 755 Mikilvægt sérkenni íslensku AA-samtakanna var áhersla á áfengismeðferð og náið samstarf við lækna og presta. 756 T.d. var fyrsti formaður samtakanna, Guðni Þór Ásgeirsson, ráðinn starfsmaður drykkju- mannahælisins í Gunnarsholti þegar það var stofnað sumarið 1954 og komu fleiri AA-félagar að starfi þess. 757 Árið 1955 hófst starfsemi hjúkrunarstöðvar Bláa bandsins að Flókagötu 29 á vegum manna úr AA- samtökunum. Var nafnið tilvísun í merki bandarísku góðtemplarareglunnar. Þetta var sjálfseignarstofnun í svipuðu formi og elliheimilið Grund og vistheimilið Reykjalundur. Í stofnsamningi var kveðið á um að ef félagið yrði leyst upp skyldu eignir stofnunarinnar renna til Reykjavíkurbæjar, en AA-samtökin reiddu sig á velvild bæjaryfirvalda. 758 Þá fékk Bláa bandið fastan styrk úr Gæzluvistarsjóði þannig að Áfengis- verzlun ríkisins kom óbeint að rekstri þessarar með- ferðarstofnunar. Framlagið úr Gæzluvistarsjóði var raunar á kostnað hins opinbera framlags til Stórstúku Íslands. Mun þessi ráðstöfun hafa gert samband bindindishreyfingarinnar og AA-samtakanna nokkru stirðara. 759 Á hjúkrunarstöðinni við Flókagötu var rúm fyrir 29 manns, 26 karla og þrjár konur. Það var í senn afvötnunarstöð og eftirmeðferðarheimili. Var hvert rúm skipað árið um kring á meðan Bláa bandið starfaði. 760 Að mati lækna Bláa bandsins fékk um helmingur sjúklinga fullan bata eða drykkjuskapur minnkaði verulega. 761 Vistheimili Bláa bandsins að Víðinesi á Kjalarnesi var stofnað 1959. Það var ætlað drykkjumönnum sem þurftu á langdvöl að halda, rúmaði 15 vistmenn og var fullskipað allt árið. Var meðaldvalartími manna þar ríflega fjórir mánuðir. 762 Var sú stofnun lengst í rekstri Bláa bandsins. 763 Í frumvarpsdrögum um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra sem varð til í nefnd á alþingi 1959–1960 var gert ráð fyrir því að yfirstjórn áfengis- varnamála yrði tekin úr höndum geðveikraspítalans á Kleppi, að ríflegur stuðningur til áfengisvarna- starfsemi félaga og einstaklinga yrði heimilaður og að framlög Áfengisverzlunar ríkisins til gæzluvistar- sjóðs yrðu þrefölduð og yrðu framvegis 3% af tekjum 188

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==