Engin venjuleg verslun - Annar hluti

byggð fyrir söfnunarfé og frjáls framlög, en ríkið greiddi fyrir vistun sjúklinga. Mikil vakning var í áfengismálum á þessum tíma. Árið 1986 var fjöldi innlagna á meðferðarstofnunum SÁÁ kominn upp í rúm 2800. 774 Uppbygging meðferðarstofnana fyrir áfengissjúka og aðra misnotendur vímuefna hélst í hendur við aukið aðgengi að áfengi og fjölgun vínveitingastaða. Því er erfitt að meta árangurinn af starfi meðferðar­ stofnananna nákvæmlega í þjóðfélagslegu sam- hengi. 775 Því verður hins vegar ekki mótmælt að margir lögðu áfengisneyslu á hilluna eftir meðferð á þessum stofnunum og fyrir þá einstaklinga var árang- urinn auðvitað umtalsverður. Áfengismál voru jafnan ágreiningsmál og skoð- anir á þeim margslungnar, eins og Tómas Helgason yfirlæknir rakti í grein frá 1988: Flestir eiga erfitt með að taka afstöðu til áfengis á hlutlægan og ópersónulegan hátt. Mikill meiri hluti fólks neytir áfengis og vill fá að gera það að eigin geðþótta. Þessum meirihluta er hins vegar ljóst, að áfengisneysla getur valdið miklum skaða og orðið sjúkleg í sumum tilvikum. En þá er það venjulega neysla einhverra annarra, sem þá þarf að hemja. Finnst sumum jafnvel að þessir „aðrir“, sem ekki kunna með áfengi að fara, komi óorði á það, og valdi því, að vondir ofstækismenn vilji banna það eða hefta frjálsa notkun þess með öllum tiltækum ráðum. 776 Með uppbyggingu meðferðarstofnana má segja að heildarlausnir á áfengisvandamálinu hafi vikið fyrir einstaklingslausnum. Í stað þess að samfélagið tæki ábyrgð á því að hefta útbreiðslu áfengis var það nú verkefni hvers og eins að taka á eigin vanda vegna ofdrykkju. Uppbygging meðferðarstofnana tók mið af þörfum þessa sívaxandi hóps. Sjúkrastöðin Vogur, 1987. 193

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==