Engin venjuleg verslun - Annar hluti

Yfirlit Tekjur ríkissjóðs af rekstri Áfengisverzlunarinnar voru alla tíð verulegar. Á hinn bóginn bar þjóðarbúið einnig mikinn kostnað vegna misnotkunar áfengis. Jafnan voru uppi raddir um að þetta ætti að einhverju leyti að vega hvert á móti öðru; að áfengisgróðanum ætti að verja í baráttuna við drykkjusýki. Ekki þótti þó öllum þetta siðlegur boðskapur. Svo fór að yfirvöld stóðust ekki mátið. Með stofn- un Gæzluvistarsjóðs 1949 fékk Áfengisverzlun ríkis- ins nýtt hlutverk; að fjármagna áfengismeðferðir og ýmis úrræði fyrir drykkjumenn. Frá þeim tíma, og raunar fyrr, er saga hennar nátengd sögu drykkju- varna á Íslandi. Viðhorf til áfengisvarna breyttust með tímanum, á Íslandi sem og annars staðar. Fram á 6. áratuginn má segja að megináherslan hafi verið á eflingu bindindis- starfs, takmörkun áfengisneyslu og forvarnir af því tagi. Áfengisvarnanefndir voru skipaðar um allt land og höfðu það að markmiði að styðja við bindindis- starfsemi, auka fræðslu og upplýsingu um bindindis- og áfengismál og aðstoða yfirvöld og löggæslumenn við að halda uppi hlýðni við áfengislögin. Var nefnd- unum meðal annars ætlað að hafa víðtækt eftirlit með sveitungum sínum í samstarfi við áfengisverslanir, en fátt bendir til að útsölustjórar verslananna hafi kært sig um það verkefni. Með stofnun AA-samtakanna og eflingu drykkju- mannahæla má hins vegar segja að baráttan við eftirköst áfengisneyslu hafi fengið aukið vægi og sjónarhornið hafi beinst í auknum mæli að drykkju- sjúklingunum sjálfum. Straumhvörf urðu með stofn- un SÁÁ á 8. áratugnum og má segja að síðan hafi meðferðin verið í öndvegi. Að einhverju leyti var þessi áherslubreyting á kostnað forvarna; a.m.k. er ljóst að áfengisneysla hefur farið stöðugt vaxandi á Íslandi frá miðjum 6. áratugnum og í raun allt frá 1920, ef litið er fram hjá örlítilli minnkun á árunum 1951–1955. 777 194

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==